Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:46 Pep Guardiola og Ruben Amorim vonast báðir eftir að sjá lið sín hrökkva almennilega í gang í dag eftir slappa byrjun á tímabilinu. Getty/Mike Hewitt Í fyrsta sinn í fimm ár er Manchester United fyrir ofan Manchester City fyrir grannaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Rúben Amorim telur það hins vegar algjört grín að segja pressuna svipaða á sér og Pep Guardiola. Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram. Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram.
Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira