Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 09:22 Caroline Flack fannst látin í íbúð sinni í London á laugardag. Vísir/getty Fjölskylda bresku sjónvarpskonunnar Caroline Flack, sem framdi sjálfsvíg um helgina, sendi í morgun frá sér Instagram-færslu sem Flack ritaði nokkrum dögum áður en hún lést en var ráðið frá að birta. Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. Flack var ein vinsælasta sjónvarpskona Bretlands og stýrði raunveruleikaþáttunum Love Island frá árinu 2015 og þar til í fyrra. Hún sagði af sér eftir að hún var ákærð fyrir líkamsárás á kærasta sinn, Lewis Burton, fyrrverandi tennisleikara. Burton var sjálfur afar mótfallinn því að Flack yrði ákærð fyrir árásina. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Flack tjáir sig ítarlega um málið í áðurnefndri færslu, sem fjölskylda hennar lét birta í morgun í breska héraðsblaðinu Eastern Daily Press. Flack segist hafa sætt sig við „skömm og eitraðar skoðanir“ á lífi sínu í rúman áratug og talið sjálfri sér trú um að slíkt væri óhjákvæmilegur hluti starfsins sem hún hefði valið sér. „Vandinn við að sópa hlutum undir teppið er að þeir hverfa ekki og einn daginn mun einhver lyfta teppinu upp og þá mun skömm og ráðaleysi heltaka þig.“ View this post on Instagram A post shared by Caroline (@carolineflack) on Feb 13, 2020 at 2:13pm PST Þá lýsir Flack því að þann 12. desember í fyrra hafi hún verið handtekin fyrir líkamsárás gegn kærasta sínum. „Heimur minn og framtíð hrundi og allir veggirnir sem ég hafði reist utan um mig brotnuðu á innan við sólahring. Allt í einu er ég stödd á annars konar sviði og allir fylgjast með framvindunni,“ skrifar Flack. Þá kveðst hún aldrei hafa skorast undan ábyrgð á árásinni en henni var m.a. gefið að sök að hafa lamið kærasta sinn með lampa. Hið sanna í málinu sé þó að um slys hafi verið að ræða. „Ég hef verið í einhvers konar taugaáfalli í langan tíma. En ég er EKKI ofbeldismaður. Við rifumst og það varð slys. Slys. […] Ástæða þess að ég tjái mig í dag er sú að fjölskylda mín er að niðurlotum komin. Ég hef misst vinnuna. Heimili mitt. Málið. Og sannleikurinn hefur verið hrifsaður af mér og notaður sem skemmtiefni,“ skrifar Flack, sem biður fjölskyldu sína innilegrar afsökunar á málinu. „Ég er ekki með hugann við að endurheimta feril minn. Ég er að reyna að finna út úr því hvernig ég endurheimti líf mitt og fjölskyldu minnar. Ég get ekki sagt meira en það.“ Frá því að fregnir bárust af andláti Flack hafa spjótin helst beinst að bresku slúðurpressunni, blöðum á borð við The Sun og The Daily Mail, sem fjölluðu mikið um einkalíf Flack og líkamsárásina. Réttarhöld í máli hennar áttu að fara fram innan nokkurra vikna. Flack var ætíð opinská um það hversu erfitt henni þótti að vera nánast stöðugt til umfjöllunar í slúðurpressunni og hversu takmörkuð virðing væri þar af leiðandi borin fyrir einkalífi hennar. Hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun fylgdu síðan alls kyns athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem oftar en ekki var farið ófögrum orðum um hana. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Fjölskylda bresku sjónvarpskonunnar Caroline Flack, sem framdi sjálfsvíg um helgina, sendi í morgun frá sér Instagram-færslu sem Flack ritaði nokkrum dögum áður en hún lést en var ráðið frá að birta. Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. Flack var ein vinsælasta sjónvarpskona Bretlands og stýrði raunveruleikaþáttunum Love Island frá árinu 2015 og þar til í fyrra. Hún sagði af sér eftir að hún var ákærð fyrir líkamsárás á kærasta sinn, Lewis Burton, fyrrverandi tennisleikara. Burton var sjálfur afar mótfallinn því að Flack yrði ákærð fyrir árásina. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Flack tjáir sig ítarlega um málið í áðurnefndri færslu, sem fjölskylda hennar lét birta í morgun í breska héraðsblaðinu Eastern Daily Press. Flack segist hafa sætt sig við „skömm og eitraðar skoðanir“ á lífi sínu í rúman áratug og talið sjálfri sér trú um að slíkt væri óhjákvæmilegur hluti starfsins sem hún hefði valið sér. „Vandinn við að sópa hlutum undir teppið er að þeir hverfa ekki og einn daginn mun einhver lyfta teppinu upp og þá mun skömm og ráðaleysi heltaka þig.“ View this post on Instagram A post shared by Caroline (@carolineflack) on Feb 13, 2020 at 2:13pm PST Þá lýsir Flack því að þann 12. desember í fyrra hafi hún verið handtekin fyrir líkamsárás gegn kærasta sínum. „Heimur minn og framtíð hrundi og allir veggirnir sem ég hafði reist utan um mig brotnuðu á innan við sólahring. Allt í einu er ég stödd á annars konar sviði og allir fylgjast með framvindunni,“ skrifar Flack. Þá kveðst hún aldrei hafa skorast undan ábyrgð á árásinni en henni var m.a. gefið að sök að hafa lamið kærasta sinn með lampa. Hið sanna í málinu sé þó að um slys hafi verið að ræða. „Ég hef verið í einhvers konar taugaáfalli í langan tíma. En ég er EKKI ofbeldismaður. Við rifumst og það varð slys. Slys. […] Ástæða þess að ég tjái mig í dag er sú að fjölskylda mín er að niðurlotum komin. Ég hef misst vinnuna. Heimili mitt. Málið. Og sannleikurinn hefur verið hrifsaður af mér og notaður sem skemmtiefni,“ skrifar Flack, sem biður fjölskyldu sína innilegrar afsökunar á málinu. „Ég er ekki með hugann við að endurheimta feril minn. Ég er að reyna að finna út úr því hvernig ég endurheimti líf mitt og fjölskyldu minnar. Ég get ekki sagt meira en það.“ Frá því að fregnir bárust af andláti Flack hafa spjótin helst beinst að bresku slúðurpressunni, blöðum á borð við The Sun og The Daily Mail, sem fjölluðu mikið um einkalíf Flack og líkamsárásina. Réttarhöld í máli hennar áttu að fara fram innan nokkurra vikna. Flack var ætíð opinská um það hversu erfitt henni þótti að vera nánast stöðugt til umfjöllunar í slúðurpressunni og hversu takmörkuð virðing væri þar af leiðandi borin fyrir einkalífi hennar. Hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun fylgdu síðan alls kyns athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem oftar en ekki var farið ófögrum orðum um hana. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57