Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 09:22 Caroline Flack fannst látin í íbúð sinni í London á laugardag. Vísir/getty Fjölskylda bresku sjónvarpskonunnar Caroline Flack, sem framdi sjálfsvíg um helgina, sendi í morgun frá sér Instagram-færslu sem Flack ritaði nokkrum dögum áður en hún lést en var ráðið frá að birta. Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. Flack var ein vinsælasta sjónvarpskona Bretlands og stýrði raunveruleikaþáttunum Love Island frá árinu 2015 og þar til í fyrra. Hún sagði af sér eftir að hún var ákærð fyrir líkamsárás á kærasta sinn, Lewis Burton, fyrrverandi tennisleikara. Burton var sjálfur afar mótfallinn því að Flack yrði ákærð fyrir árásina. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Flack tjáir sig ítarlega um málið í áðurnefndri færslu, sem fjölskylda hennar lét birta í morgun í breska héraðsblaðinu Eastern Daily Press. Flack segist hafa sætt sig við „skömm og eitraðar skoðanir“ á lífi sínu í rúman áratug og talið sjálfri sér trú um að slíkt væri óhjákvæmilegur hluti starfsins sem hún hefði valið sér. „Vandinn við að sópa hlutum undir teppið er að þeir hverfa ekki og einn daginn mun einhver lyfta teppinu upp og þá mun skömm og ráðaleysi heltaka þig.“ View this post on Instagram A post shared by Caroline (@carolineflack) on Feb 13, 2020 at 2:13pm PST Þá lýsir Flack því að þann 12. desember í fyrra hafi hún verið handtekin fyrir líkamsárás gegn kærasta sínum. „Heimur minn og framtíð hrundi og allir veggirnir sem ég hafði reist utan um mig brotnuðu á innan við sólahring. Allt í einu er ég stödd á annars konar sviði og allir fylgjast með framvindunni,“ skrifar Flack. Þá kveðst hún aldrei hafa skorast undan ábyrgð á árásinni en henni var m.a. gefið að sök að hafa lamið kærasta sinn með lampa. Hið sanna í málinu sé þó að um slys hafi verið að ræða. „Ég hef verið í einhvers konar taugaáfalli í langan tíma. En ég er EKKI ofbeldismaður. Við rifumst og það varð slys. Slys. […] Ástæða þess að ég tjái mig í dag er sú að fjölskylda mín er að niðurlotum komin. Ég hef misst vinnuna. Heimili mitt. Málið. Og sannleikurinn hefur verið hrifsaður af mér og notaður sem skemmtiefni,“ skrifar Flack, sem biður fjölskyldu sína innilegrar afsökunar á málinu. „Ég er ekki með hugann við að endurheimta feril minn. Ég er að reyna að finna út úr því hvernig ég endurheimti líf mitt og fjölskyldu minnar. Ég get ekki sagt meira en það.“ Frá því að fregnir bárust af andláti Flack hafa spjótin helst beinst að bresku slúðurpressunni, blöðum á borð við The Sun og The Daily Mail, sem fjölluðu mikið um einkalíf Flack og líkamsárásina. Réttarhöld í máli hennar áttu að fara fram innan nokkurra vikna. Flack var ætíð opinská um það hversu erfitt henni þótti að vera nánast stöðugt til umfjöllunar í slúðurpressunni og hversu takmörkuð virðing væri þar af leiðandi borin fyrir einkalífi hennar. Hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun fylgdu síðan alls kyns athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem oftar en ekki var farið ófögrum orðum um hana. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Fjölskylda bresku sjónvarpskonunnar Caroline Flack, sem framdi sjálfsvíg um helgina, sendi í morgun frá sér Instagram-færslu sem Flack ritaði nokkrum dögum áður en hún lést en var ráðið frá að birta. Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. Flack var ein vinsælasta sjónvarpskona Bretlands og stýrði raunveruleikaþáttunum Love Island frá árinu 2015 og þar til í fyrra. Hún sagði af sér eftir að hún var ákærð fyrir líkamsárás á kærasta sinn, Lewis Burton, fyrrverandi tennisleikara. Burton var sjálfur afar mótfallinn því að Flack yrði ákærð fyrir árásina. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Flack tjáir sig ítarlega um málið í áðurnefndri færslu, sem fjölskylda hennar lét birta í morgun í breska héraðsblaðinu Eastern Daily Press. Flack segist hafa sætt sig við „skömm og eitraðar skoðanir“ á lífi sínu í rúman áratug og talið sjálfri sér trú um að slíkt væri óhjákvæmilegur hluti starfsins sem hún hefði valið sér. „Vandinn við að sópa hlutum undir teppið er að þeir hverfa ekki og einn daginn mun einhver lyfta teppinu upp og þá mun skömm og ráðaleysi heltaka þig.“ View this post on Instagram A post shared by Caroline (@carolineflack) on Feb 13, 2020 at 2:13pm PST Þá lýsir Flack því að þann 12. desember í fyrra hafi hún verið handtekin fyrir líkamsárás gegn kærasta sínum. „Heimur minn og framtíð hrundi og allir veggirnir sem ég hafði reist utan um mig brotnuðu á innan við sólahring. Allt í einu er ég stödd á annars konar sviði og allir fylgjast með framvindunni,“ skrifar Flack. Þá kveðst hún aldrei hafa skorast undan ábyrgð á árásinni en henni var m.a. gefið að sök að hafa lamið kærasta sinn með lampa. Hið sanna í málinu sé þó að um slys hafi verið að ræða. „Ég hef verið í einhvers konar taugaáfalli í langan tíma. En ég er EKKI ofbeldismaður. Við rifumst og það varð slys. Slys. […] Ástæða þess að ég tjái mig í dag er sú að fjölskylda mín er að niðurlotum komin. Ég hef misst vinnuna. Heimili mitt. Málið. Og sannleikurinn hefur verið hrifsaður af mér og notaður sem skemmtiefni,“ skrifar Flack, sem biður fjölskyldu sína innilegrar afsökunar á málinu. „Ég er ekki með hugann við að endurheimta feril minn. Ég er að reyna að finna út úr því hvernig ég endurheimti líf mitt og fjölskyldu minnar. Ég get ekki sagt meira en það.“ Frá því að fregnir bárust af andláti Flack hafa spjótin helst beinst að bresku slúðurpressunni, blöðum á borð við The Sun og The Daily Mail, sem fjölluðu mikið um einkalíf Flack og líkamsárásina. Réttarhöld í máli hennar áttu að fara fram innan nokkurra vikna. Flack var ætíð opinská um það hversu erfitt henni þótti að vera nánast stöðugt til umfjöllunar í slúðurpressunni og hversu takmörkuð virðing væri þar af leiðandi borin fyrir einkalífi hennar. Hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun fylgdu síðan alls kyns athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem oftar en ekki var farið ófögrum orðum um hana. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57