Júlíanahátíðin haldin í Stykkishólmi í áttunda sinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 14:22 Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir situr hér í Gömlu kirkjunni í Stykkishólmi. Hún er ein fjölmargra rithöfunda sem tekið hafa þátt í Júlíönuhátíðinni í gegnum árin. Vísir/Júlíönuhátíðin Dagana 27.-29.febrúar næstkomandi verður bókahátíðin Júlíana hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin einkennist af þátttöku bæjarbúa og gesta í dagskrá. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin sé unnin af undirbúningsnefnd kvenna sem allar eigi það sameiginlegt að tengjast Hólminum sterkum böndum. Viðfangsefni hátíðarinnar í ár er „Hin hliðin fjölbreytileiki lífsins.“ Hátíðin hefst með formlegri opnun á fimmtudagskvöldið í Vatnasafninu. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn. Má þar nefna að í Grunnskóla Stykkishólms mun rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir vinna með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Þá verður sögustund fyrir börnin á leikskólanum. Sýning á myndverkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi verður í versluninni Skipavík. Í Bókaverzlun Breiðafjarðar verður boðið upp á sögustund og tónlist í tveimur betri stofum um kvöldin. Þá mun hópur fólks lesa bókina Mánasteinn eftir rithöfundinn Sjón. Á laugardeginum mun Sjón hitta fyrir leshópinn og halda erindi í gömlu kirkjunni í bænum. Þá mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og eins mun Lilja Sigurðardóttir rithöfundur fjalla um verk sín. Á laugardagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Ylju. Júlíanahátíðin var valin á lista ásamt fimm öðrum hátíðum hjá Eyrarrósinni sem framúrskarandi menningarviðburður. ,,Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Gréta Sigurðardóttir, ein forsvarskvenna í undirbúningsnefnd. Með henni í nefndinni í ár eru einnig Dagbjört Höskuldsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Öll vinna við hátíðina er unnin í sjálfboðastarfi. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar. Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dagana 27.-29.febrúar næstkomandi verður bókahátíðin Júlíana hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin einkennist af þátttöku bæjarbúa og gesta í dagskrá. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin sé unnin af undirbúningsnefnd kvenna sem allar eigi það sameiginlegt að tengjast Hólminum sterkum böndum. Viðfangsefni hátíðarinnar í ár er „Hin hliðin fjölbreytileiki lífsins.“ Hátíðin hefst með formlegri opnun á fimmtudagskvöldið í Vatnasafninu. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn. Má þar nefna að í Grunnskóla Stykkishólms mun rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir vinna með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Þá verður sögustund fyrir börnin á leikskólanum. Sýning á myndverkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi verður í versluninni Skipavík. Í Bókaverzlun Breiðafjarðar verður boðið upp á sögustund og tónlist í tveimur betri stofum um kvöldin. Þá mun hópur fólks lesa bókina Mánasteinn eftir rithöfundinn Sjón. Á laugardeginum mun Sjón hitta fyrir leshópinn og halda erindi í gömlu kirkjunni í bænum. Þá mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og eins mun Lilja Sigurðardóttir rithöfundur fjalla um verk sín. Á laugardagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Ylju. Júlíanahátíðin var valin á lista ásamt fimm öðrum hátíðum hjá Eyrarrósinni sem framúrskarandi menningarviðburður. ,,Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Gréta Sigurðardóttir, ein forsvarskvenna í undirbúningsnefnd. Með henni í nefndinni í ár eru einnig Dagbjört Höskuldsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Öll vinna við hátíðina er unnin í sjálfboðastarfi. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar.
Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira