Vonast til að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta óprúttna strætófarþega á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 07:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Strætó Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“ Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Strætó vonast til þess að heimild verði brátt gefin í íslenskum lögum til að sekta farþega sem verða uppvísir að því að greiða ekki fyrir far með almenningssamgöngum. Viðræður Strætó við stjórnvöld standa yfir og vonir eru bundnar við að eftirlitsmenn geti byrjað að sekta fyrir athæfið á næsta ári. „Þetta er eins og er á Norðurlöndum og í Evrópu, og ég held bara víðast hvar í heiminum, að þeir sem reyna að ferðast án fargjalds geti verið sektaðir fyrir. Upphæðin er oft í kringum 10-15 þúsund krónur fyrir það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við Vísi. Sjá einnig: Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Strætó horfir þannig til þess að ákvæðum um sambærilegar sektargreiðslur og í öðrum löndum verði komið inn í íslensk lög og reglugerðir er varða almenningssamgöngur. Jóhannes segir að næst verði fundað um málið með samgönguráðherra í mars. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessu frá stjórnvöldum en þetta tekur bara smá tíma. Við vonumst til að þetta komist í gagnið í byrjun næsta árs.“ Eftirlitsmenn engin nýlunda í strætó Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó og hafa verið um árabil. Þeir standa iðulega við framdyrnar að vögnum Strætó og fá að kíkja á farmiða eða strætókort farþega. Eins og fyrirkomulagið er nú er þeim farþegum, sem reyna að smygla sér inn í strætisvagn án þess að greiða fyrir farið, gefinn kostur á að greiða fargjaldið ellegar er vísað út. Ekki er heimild til að leggja á sekt fyrir athæfið, enn sem komið er. Þegar eru tveir eftirlitsmenn starfandi á vegum Strætó.Vísir/hanna Jóhannes segir að enn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hlutverk eftirlitsmannanna fáist umræddum lögum og reglugerðum breytt. Þá sé heldur ekki búið að útfæra hvort eftirlitsmennirnir yrðu starfsmenn Strætó eða öryggisfyrirtækja. „Og hvort við værum að fjölga þeim mikið eða ekki, það þarf ekkert endilega að vera. Frekar að við færum í einhver átök, svona „randomly“ eins og maður segir, til að tékka á stöðunni.“ Strætó er með í burðarliðnum nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim, líkt og þegar hefur verið greint frá. Jóhannes segir þau hjá Strætó leggja áherslu á að breyting á greiðslukerfinu haldist í hendur við breytingar á hlutverki eftirlitsmanna. „Okkur finnst mikilvægt að þetta sé tengt, þó að við hefðum alveg viljað fá þetta fyrr. En við teljum að það sé allavega mjög mikilvægt að þetta komi þá, því að þar er orðið miklu meira frjálsræði, þú ert að bera gjaldið eða kortið upp að skanna, og þessi auðkenni sem eru í dag þar sem vagnstjóri tékkar á því hvort þetta sé allt saman rétt og satt, hún hverfur svolítið.“
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58 Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. 12. febrúar 2020 20:58
Vegagerðin tekur við leiðum Strætó á landsbyggðinni Um áramótin verður sú breyting á rekstri landsbyggðarleiða Strætó að Vegagerðin mun taka við þeim. 30. desember 2019 07:34