Sex mörk voru skoruð í þeim tveimur leikjum sem fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Lærisveinar Jose Mourinho eru 1-0 undir gegn þýska liðinu Leipzig eftir 1-0 tap í fyrri leiknum sem fór fram á Englandi í kvöld.
Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu en úr henni skoraði Timo Werner. Það verður því á brattann að sækja fyrir Tottenham í síðari leiknum en þeir voru heppnir að tapa leiknum ekki stærra í kvöld.
Á Ítalíu heldur öskubuskuævintýri Atalanta áfram. Þeir eru að spila sitt fyrsta tímabil í Meistaradeildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu Valencia 4-1 í fyrri leik liðanna í kvöld.
Mörkin úr þeim leik má sjá hér að neðan en markið úr leik Tottenham og Leipzig í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.
