Meistaradeildarævintýri Söru með Lyon í beinni á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 15:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er þegar búin að vinna titil með Lyon en hún varð franskur bikarmeistari á dögunum. Hér er mynd af henni með bikarinn sem Sara setti inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu kvenna frá og með átta liða úrslitunum. Allir sjö leikirnir sem eftir eru verða sýndir beint. Átta lið eru eftir í Meistaradeild Evrópu og líkt og hjá körlunum verður úrslitakeppnin kláruð á rúmri viku. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi á Norður Spáni en spilað verður á heimavöllum spænsku úrvalsdeildarliðanna Athletic Bilbao (San Mamés) og Real Sociedad (Anoeta leikvangurinn). Við Íslendingar eigum mjög flottan fulltrúa í lokaúrslitum Meistaradeildarinnar í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Evrópumeistara Olympique Lyon. Lyon-liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár. #UWCL quarter-final @OLfeminin outdid @VfLWob_Frauen at this stage last year - will it be a repeat against @FCBfrauen in Bilbao on Saturday? pic.twitter.com/209DX8Pp0r— #UWCL (@UWCL) August 17, 2020 Átta liða úrslitin fara fram föstudaginn 21. ágúst og laugardaginn 22. ágúst. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 25. og 26. ágúst og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer síðan fram sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Olympique Lyon mætir þýska liðinu Bayern München í átta liða úrslitunum laugardaginn 22. ágúst og vinni liðið leikinn spila Sara Björk og félagar við Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum miðvikudaginn 26. ágúst. Á hinum vængjum berjast síðan Atlético Madrid, Barcelona, Glasgow City og Wolfsburg um hitt sætið í úrslitaleiknum. The #UWCL quarter-final schedule was confirmed today - and we now have kick-off times The full list https://t.co/GtD8s1nFtk pic.twitter.com/M2QzaFWW2N— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Olympique Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna undanfarin fjögur ár. Liðið vann Barcelona 4-1 í úrslitaleiknum í fyrra, Wolfsburg 4-1 í framlengingu í úrslitaleiknum 2018, Paris Saint-Germain 7-6 í vítakeppni 2017 og svo Wolfsburg 4-3 í vítakeppni í úrslitaleiknum 2016. Síðasta liðið til að vinna Meistaradeildina á undan Lyon var þýska liðið Frankfurt sem vann úrslitaleikinn árið 2015. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að Meistaradeild Evrópu kvenna frá og með átta liða úrslitunum. Allir sjö leikirnir sem eftir eru verða sýndir beint. Átta lið eru eftir í Meistaradeild Evrópu og líkt og hjá körlunum verður úrslitakeppnin kláruð á rúmri viku. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi á Norður Spáni en spilað verður á heimavöllum spænsku úrvalsdeildarliðanna Athletic Bilbao (San Mamés) og Real Sociedad (Anoeta leikvangurinn). Við Íslendingar eigum mjög flottan fulltrúa í lokaúrslitum Meistaradeildarinnar í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Evrópumeistara Olympique Lyon. Lyon-liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin fjögur ár. #UWCL quarter-final @OLfeminin outdid @VfLWob_Frauen at this stage last year - will it be a repeat against @FCBfrauen in Bilbao on Saturday? pic.twitter.com/209DX8Pp0r— #UWCL (@UWCL) August 17, 2020 Átta liða úrslitin fara fram föstudaginn 21. ágúst og laugardaginn 22. ágúst. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir 25. og 26. ágúst og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í ár fer síðan fram sunnudaginn 30. ágúst næstkomandi. Olympique Lyon mætir þýska liðinu Bayern München í átta liða úrslitunum laugardaginn 22. ágúst og vinni liðið leikinn spila Sara Björk og félagar við Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum miðvikudaginn 26. ágúst. Á hinum vængjum berjast síðan Atlético Madrid, Barcelona, Glasgow City og Wolfsburg um hitt sætið í úrslitaleiknum. The #UWCL quarter-final schedule was confirmed today - and we now have kick-off times The full list https://t.co/GtD8s1nFtk pic.twitter.com/M2QzaFWW2N— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Olympique Lyon hefur unnið Meistaradeild kvenna undanfarin fjögur ár. Liðið vann Barcelona 4-1 í úrslitaleiknum í fyrra, Wolfsburg 4-1 í framlengingu í úrslitaleiknum 2018, Paris Saint-Germain 7-6 í vítakeppni 2017 og svo Wolfsburg 4-3 í vítakeppni í úrslitaleiknum 2016. Síðasta liðið til að vinna Meistaradeildina á undan Lyon var þýska liðið Frankfurt sem vann úrslitaleikinn árið 2015.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Sjá meira