Dagur kvenfélagskonunnar er í dag 1. febrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2020 12:15 Elinborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“. Bláskógabyggð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“.
Bláskógabyggð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira