Biðlar til ökumanna að sýna ökunemum virðingu: „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:59 Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt. Umferðaröryggi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt.
Umferðaröryggi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent