Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 15:35 Manninum var gert að yfirgefa vélina og honum komið fyrir í næsta flugi. Vísir/Getty Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira