Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 17:05 Ólympíuleikarnir 2020 verða haldnir í Tókýó, höfuðborg Japans. Þegar þetta er skrifað eru 17 staðfest tilfelli um Wuhan-veiruna í landinu. Vísir/AP Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. Minna en sex mánuðir eru í að leikarnir eigi að fara fram. Í heildina hafa verið staðfest 12 þúsund tilfelli af veirunni, og þar af 17 í Japan. Alls hafa 259 látist af völdum veirunnar, en enginn utan Kína. Orðrómar um að leikunum kynni að vera aflýst hlutu byr undir báða vængi eftir að þýski fjölmiðillinn Deutsche Presse-Agentur birti umfjöllun um viðræður Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hvers niðurstaða hafi verið að útbreiðsla veirunnar „gæti haft alvarleg áhrif á leikana.“ Japanska fréttaveitan Buzztap! fjallaði í kjölfarið um málið, en það varð til þess að meira en 50 þúsund tíst undir myllumerkinu „Ólympíuleikunum í Tókýó aflýst“ birtust á Twitter. Nú hafa skipuleggjendur leikanna hins vegar gefið út að það sé ekki í umræðunni að aflýsa leikunum að svo stöddu. „Við munum vinna náið með IOC og öðrum aðilum málsins til þess að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir þegar þörf krefur.“ Japan Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. Minna en sex mánuðir eru í að leikarnir eigi að fara fram. Í heildina hafa verið staðfest 12 þúsund tilfelli af veirunni, og þar af 17 í Japan. Alls hafa 259 látist af völdum veirunnar, en enginn utan Kína. Orðrómar um að leikunum kynni að vera aflýst hlutu byr undir báða vængi eftir að þýski fjölmiðillinn Deutsche Presse-Agentur birti umfjöllun um viðræður Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hvers niðurstaða hafi verið að útbreiðsla veirunnar „gæti haft alvarleg áhrif á leikana.“ Japanska fréttaveitan Buzztap! fjallaði í kjölfarið um málið, en það varð til þess að meira en 50 þúsund tíst undir myllumerkinu „Ólympíuleikunum í Tókýó aflýst“ birtust á Twitter. Nú hafa skipuleggjendur leikanna hins vegar gefið út að það sé ekki í umræðunni að aflýsa leikunum að svo stöddu. „Við munum vinna náið með IOC og öðrum aðilum málsins til þess að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir þegar þörf krefur.“
Japan Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03 Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Sérfræðingar hjá John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum stóðu að gerð kortsins. 28. janúar 2020 19:03
Fyrstu staðfestu tilfelli Wuhan-veirunnar í Bretlandi Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. 31. janúar 2020 09:44
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22
Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43
Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39