Erfitt að halda uppi löggæslu í fíkniefnamálum sökum álags Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. febrúar 2020 20:30 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi. Fíkn Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt. Árið 2017 lagði lögreglan á Suðurnesjum, í samstarfi við tollgæsluna, hald á 46 kíló af sterkum fíkniefnum. kókaíni, amfetamíni og metamfetamíni. Árið 2018 var hald lagt á 15 kíló. Árið 2019 lagði lögreglan hald á 63,3 kíló. „Árið 2019 var algjört metár hjá okkur, bæði hvað varðar haldlögð fíkniefni og umfang mála,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi.Vísir/Frikki Yfir tvö þúsund gæsluvarðhaldsdagar í fyrra „Það er ljóst að aukningin er mjög mikil og það vekur auðvitað upp spurningar hvernig eigum við að taka á því, hvað er að gerast og hver er þróunin,“ segir Ólafur Helgi. Meira er nú flutt inn í einu, málin orðin mun flóknari og rannsóknirnar taka lengri tíma. „Til að mynda hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum verið með algjört met í gæsluvarðhaldsdögum ef við getum sagt sem svo,“ segir Jón Halldór. 63 einstaklingar sættu gæsluvarðhaldi árið 2019 í samtals 2240 daga. Það þýðir að að meðaltali sættu 6 einstaklingar gæsluvarðhaldi alla daga ársins. Langflestir vegna fíkniefnamála eða 33 einstaklingar í samtals 1415 daga. „Af þessum hópi er þetta að stærstum hluta burðardýr,“ segir Jón Halldór. Vantar meiri mannskap til að sinna málunum Margir lögreglumenn koma að hverju máli og segja þeir að álagið hafi aukist til muna. 7 manns sinna rannsókn fíkniefnamála hjá embættinu. „Við erum í vandræðum með að hafa mannskap til þess að halda uppi þeirri löggæslu í þessum efnum sem við viljum,“ segir Ólafur Helgi. Jón Halldór tegur í sama streng. „Við þyrftum í þessari deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi að vera helmingi fleiri ef vel á að vera,“ segir Jón Halldór. Þá hafi öðrum málum, til dæmis er varða smygl á fólki einnig aukist í umdæminu. Þeir segja ljóst að fíkniefnamarkaðurinn sé að stækka og mikilvægt sé að bregðast við því. Fíkniefnavandinn vágestur fyrir samfélagið „Þetta hefur gríðarlega skaðleg áhrif og skemmir fyrir mörgum. Þetta er harmleikur,“ segir Ólafur Helgi. Bæði fyrir þá sem neyti fíkniefnanna og burðardýranna. Ólafur Helgi Kjartansson.Vísir/Frikki Samfélagið verði að fara huga að því hvernig takst eigi á við fíkniefnavandann. „Þetta er náttúrulega mikill vágestur fyrir samfélagið. Þetta er að kosta heilbrigðiskerfið, lögreglu og samfélagið mjög mikið. Fyrir utan þann harmleik sem tengist þessum fjölskyldum sem standa að baki þessum einstaklingum sem verða svona óheppnir,“ segir Jón Halldór. Ef það eigi að takast sé mikilvægt að bæta í löggæslu og efla greiningavinnu. Til þess þurfi meiri mannskap. Embættið hefur sent minniblað um ástandið til dómsmálaráðherra. „Okkar vilji er sá að reyna sinna þessu sem allra best og hafa til þess nægan mannskap þannig að álagið á rannsóknarlögreglumönnum verði ekki eins mikið á hvern mann,“ segir Ólafur Helgi.
Fíkn Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira