Rhian Brewster kom mikið við sögu þegar Swansea City gerði 1-1 jafntefli við Preston í ensku B-deildinni á laugardaginn.
Brewster, sem er á láni hjá Swansea frá Liverpool, skoraði í leiknum og gaf dómaranum, Geoff Eltringham, einnig gula spjaldið.
Eltringham missti spjaldið á grasið, Brewster var vel vakandi, tók það upp og brá á leik og gaf dómaranum gult.
Brewster birti myndband af atvikinu á Twitter þar sem hann líkti sér við dómarann litríka, Mike Dean.
@RhianBrewster9
— Swansea City AFC (@SwansOfficial) February 2, 2020
https://t.co/hojq0LNZg2 pic.twitter.com/5KjRHpjt7W
Brewster fékk reyndar sjálfur gula spjaldið seinna í leiknum fyrir glannalega tæklingu.
Frægt er þegar Paul Gascoigne gaf dómara gult í leik í skosku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Sá dómari hafði ekki húmor fyrir uppátæki Gazza og gaf honum gult fyrir fíflalætin.
Brewster hefur skorað tvö mörk fyrir Swansea síðan hann kom frá Liverpool.