Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:15 Fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki hér á landi. Vísir/Getty Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni. Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni.
Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30