Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:15 Fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki hér á landi. Vísir/Getty Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni. Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni.
Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent