Mótmæltu lokun Bláfjallavegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 16:00 Ætlunin var að keyra eftir veginum en búið var að loka honum. Mynd/Bjarni Freyr Báruson Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin
Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13