Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 06:30 Skemmtiferðaskipið Diamond Princess. Vísir/AP Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. Alls eru rúmlega 24 þúsund tilfelli af veirunni staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Tíu tilfelli hafa jafnframt verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipi sem er nú í einangrun í Japan. Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti 65 andlát í gær. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi. Andlátin eru öll á meginlandi Kína en tveir hafa hingað til látist utan landsteinanna; einn á Filippseyjum og annar í Hong Kong. Báðir höfðu mennirnir heimsótt Wuhan áður en þeir veiktust og einnig voru þeir báðir með undirliggjandi sjúkdóma. Þá er talið að fleiri farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem gert er út af fyrirtækinu Carnival Corp, muni greinast með veiruna. Tíu tilfelli hafa þegar verið staðfest, líkt og áður segir, og munu hinir smituðu vera fluttir á sjúkrahús. Þeir sem hafa smitast eru frá Ástralíu, Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Öðrum verður haldið í einangrun í skipinu, sem er við bryggju í borginni Yokohama, í tvær vikur. Alls eru 3700 manns um borð. Staðfest tilfelli nýju kórónaveirunnar í Japan eru nú orðin 33. Þá hefur einkenna veirunnar gætt meðal þrjátíu áhafnarmeðlima annars skemmtiferðaskips, sem ber heitið World Dream og gert er út af fyrirtækinu Dream Cruises. Skipinu var neitað um inngöngu í Taívan en kom í höfn í Hong Kong í dag. Heilbrigðisyfirvöld prófa nú fyrir veirunni um borð í skipinu en nær allir farþegar eru frá Hong Kong. Þrír Kínverjar sem síðar greindust með veiruna ferðuðust með skipinu í janúar. Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. Alls eru rúmlega 24 þúsund tilfelli af veirunni staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Tíu tilfelli hafa jafnframt verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipi sem er nú í einangrun í Japan. Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti 65 andlát í gær. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi. Andlátin eru öll á meginlandi Kína en tveir hafa hingað til látist utan landsteinanna; einn á Filippseyjum og annar í Hong Kong. Báðir höfðu mennirnir heimsótt Wuhan áður en þeir veiktust og einnig voru þeir báðir með undirliggjandi sjúkdóma. Þá er talið að fleiri farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem gert er út af fyrirtækinu Carnival Corp, muni greinast með veiruna. Tíu tilfelli hafa þegar verið staðfest, líkt og áður segir, og munu hinir smituðu vera fluttir á sjúkrahús. Þeir sem hafa smitast eru frá Ástralíu, Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Öðrum verður haldið í einangrun í skipinu, sem er við bryggju í borginni Yokohama, í tvær vikur. Alls eru 3700 manns um borð. Staðfest tilfelli nýju kórónaveirunnar í Japan eru nú orðin 33. Þá hefur einkenna veirunnar gætt meðal þrjátíu áhafnarmeðlima annars skemmtiferðaskips, sem ber heitið World Dream og gert er út af fyrirtækinu Dream Cruises. Skipinu var neitað um inngöngu í Taívan en kom í höfn í Hong Kong í dag. Heilbrigðisyfirvöld prófa nú fyrir veirunni um borð í skipinu en nær allir farþegar eru frá Hong Kong. Þrír Kínverjar sem síðar greindust með veiruna ferðuðust með skipinu í janúar.
Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28
Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15