Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 07:21 Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti stefnuræðu sína í gær. Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. Í ræðu sinni dásamaði hann efnahagslífið í landinu og talaði um hina mikilfenglegu endurkomu landsins á efnahagssviðinu. Hann minntist ekki orði á ákæruna sem gefin var út á hendur honum af hluta þeirra þingmanna sem sátu og hlýddu á ræðuna en augljóst var að það andaði köldu á milli. Til að mynda virtist Trump neita að taka í höndina á Nancy Pelosi, sem er forseti fulltúradeildarinnar og sú sem lagði fram ákæruna á hendur forsetanum. Pelosi tók sig síðan til og reif ræðu forsetans í tvennt eftir að hann hafði nýlokið við að flytja hana, en Pelosi sat að baki forsetanum ásamt varaforsetanum Mike Pence á meðan á flutningnum stóð. Nancy Pelosi reif ræðu forsetans að henni lokinni.AP Þá var einum mótmælenda vísað úr salnum sem lét í sér heyra þegar forsetinn fór að verja rétt fólks til að eiga skotvopn. Þar var á ferðinni Fred Guttenberg, sem sérstaklega hafði verið boðið til samkomunnar af Nancy Pelosi, en hann er faðir stúlku sem skotin var til bana í Parkland skólanum árið 2018. Á meðal gesta forsetans voru hins vegar Juan Guaídó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og íhaldssami þáttastjórnandinn Rush Limbough en forsetinn ákvað að sæma hann Frelsisorðunni, æðstu orðu sem óbreyttur borgari á kost á í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. Í ræðu sinni dásamaði hann efnahagslífið í landinu og talaði um hina mikilfenglegu endurkomu landsins á efnahagssviðinu. Hann minntist ekki orði á ákæruna sem gefin var út á hendur honum af hluta þeirra þingmanna sem sátu og hlýddu á ræðuna en augljóst var að það andaði köldu á milli. Til að mynda virtist Trump neita að taka í höndina á Nancy Pelosi, sem er forseti fulltúradeildarinnar og sú sem lagði fram ákæruna á hendur forsetanum. Pelosi tók sig síðan til og reif ræðu forsetans í tvennt eftir að hann hafði nýlokið við að flytja hana, en Pelosi sat að baki forsetanum ásamt varaforsetanum Mike Pence á meðan á flutningnum stóð. Nancy Pelosi reif ræðu forsetans að henni lokinni.AP Þá var einum mótmælenda vísað úr salnum sem lét í sér heyra þegar forsetinn fór að verja rétt fólks til að eiga skotvopn. Þar var á ferðinni Fred Guttenberg, sem sérstaklega hafði verið boðið til samkomunnar af Nancy Pelosi, en hann er faðir stúlku sem skotin var til bana í Parkland skólanum árið 2018. Á meðal gesta forsetans voru hins vegar Juan Guaídó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og íhaldssami þáttastjórnandinn Rush Limbough en forsetinn ákvað að sæma hann Frelsisorðunni, æðstu orðu sem óbreyttur borgari á kost á í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48