Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður sýnt frá Dominos-deild karla og tveimur golfmótum.
Það verður barist um Suðurstrandarveginn í Grindavík þegar Þór Þorlákshöfn kemur í heimsókn. Þórsarar eru í 8. sætinu með 14 stig en Grindavík sæti neðar með tveimur stigum minna.
Leikurinn er þar af leiðandi ansi mikilvægur en bæði lið vilja tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni.
Boðið verður svo upp á tvær golfútsendingar. PGA-mótaröðin spilar á Pebble Beach en Handa Vic Open er hluti af Evrópumótaröðinni.
Útsendingar næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar dagsins:
19.05 Grindavík - Þór Þ. (Stöð 2 Sport)
20.00 AT&T Pebble Beach Pro-Am (Stöð 2 Golf)
04.00 ISPS Handa Vic Open (Stöd 2 Golf)
Í beinni í dag: Baráttan um Suðurstandarveginn og golf
