Telur það ekki góða lögmannshætti að mæta á slysstað og bjóða þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:00 Ferðamennirnir sem lentu í hrakningum á Langjökli í janúar sjást hér koma til Reykjavíkur þar sem lögmenn biðu þeirra til að bjóða fram þjónustu sína. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda