Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2020 11:58 Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. AP/Vincent Yu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína segir aðgerðirnar óskynsamar og vanhugsaðar. Tugir flugfélaga hafa fellt niður flugferðir til Kína og þar á meðal nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og Evrópu. Hua Chunying, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, segir yfirvöld þar hafa áhyggjur af stöðu mála og að óánægja ríki með að þessar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann sagði Kínverja vonast til þess að með tilliti til sambanda umræddra ríkja og Kína og hagsmuna almennings yrðu þessar aðgerðir dregnar til baka. Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. Í þessari viku hafa minnst 25 þúsund flugferðir til Kína verið felldar niður, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hótel þar eru tóm. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 28 þúsund hafa smitast af veirunni og 560 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til 25 annarra ríkja og hafa tveir dáið utan landamæra Kína. Áður en Wuhan-veiran stakk upp kollinum höfðu Sameinuðu þjóðirnar áætlað að ferðaþjónusta myndi vaxa um þrjú til fjögur prósent á árinu. Þar spiluðu aukin ferðalög Kínverja út í heim stóra rullu. Auknar tekjur almennings í Kína hafa leitt til mikillar aukningar ferðalaga Kínverja en greiningaraðilar áætla að kínverskir ferðamenn hafi farið í um 150 milljónir ferðalaga í fyrra og eytt um 277 milljörðum dala. Árið 2002 var áætlað að kínverskir ferðamenn eyddu um 15,4 milljörðum dala. Fyrirtækið Disney tilkynnti í gær að tapa þess yrði um 175 milljónir dala ef skemmtigarðar Disney í Hong Kong og Shanghai yrðu lokaðir í tvo mánuði. Íbúar annarra ríkja hafa einnig hætt við fjölda ferðalaga til Asíu og óttast er að áhyggjur vegna veirunnar gætu haft áhrif á Ólympíuleikana í Japana í sumar. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segjast sannfærðir um að markaðurinn muni jafna sig en eru ósammála um hve langan tíma það mun taka. Áætlanirnar segja til um allt frá 19 mánuðum til fjögurra ára. Ferðamennska á Íslandi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína segir aðgerðirnar óskynsamar og vanhugsaðar. Tugir flugfélaga hafa fellt niður flugferðir til Kína og þar á meðal nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og Evrópu. Hua Chunying, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, segir yfirvöld þar hafa áhyggjur af stöðu mála og að óánægja ríki með að þessar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann sagði Kínverja vonast til þess að með tilliti til sambanda umræddra ríkja og Kína og hagsmuna almennings yrðu þessar aðgerðir dregnar til baka. Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. Í þessari viku hafa minnst 25 þúsund flugferðir til Kína verið felldar niður, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hótel þar eru tóm. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 28 þúsund hafa smitast af veirunni og 560 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til 25 annarra ríkja og hafa tveir dáið utan landamæra Kína. Áður en Wuhan-veiran stakk upp kollinum höfðu Sameinuðu þjóðirnar áætlað að ferðaþjónusta myndi vaxa um þrjú til fjögur prósent á árinu. Þar spiluðu aukin ferðalög Kínverja út í heim stóra rullu. Auknar tekjur almennings í Kína hafa leitt til mikillar aukningar ferðalaga Kínverja en greiningaraðilar áætla að kínverskir ferðamenn hafi farið í um 150 milljónir ferðalaga í fyrra og eytt um 277 milljörðum dala. Árið 2002 var áætlað að kínverskir ferðamenn eyddu um 15,4 milljörðum dala. Fyrirtækið Disney tilkynnti í gær að tapa þess yrði um 175 milljónir dala ef skemmtigarðar Disney í Hong Kong og Shanghai yrðu lokaðir í tvo mánuði. Íbúar annarra ríkja hafa einnig hætt við fjölda ferðalaga til Asíu og óttast er að áhyggjur vegna veirunnar gætu haft áhrif á Ólympíuleikana í Japana í sumar. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segjast sannfærðir um að markaðurinn muni jafna sig en eru ósammála um hve langan tíma það mun taka. Áætlanirnar segja til um allt frá 19 mánuðum til fjögurra ára.
Ferðamennska á Íslandi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira