Sportpakkinn: Janúar mjög krefjandi fyrir starfsmenn Laugardalsvallar en völlurinn leit vel út í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 16:00 Grasið á Laugardalsvellinum í dag og Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Vísir/Sigurjón Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira