Innlent

Þakið fauk af og bíll tókst á loft

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eyðileggingin var mikil eftir óveðrið.
Eyðileggingin var mikil eftir óveðrið. Hafþór Gunnarsson

Þak fauk af vélaskemmu í Minni-Hlíð í Bolungarvík í gærmorgun í miklu hvassviðri. Þakið fauk á harðfiskhjalla þar sem fiskur hékk til þurrkunar. Tjónið á þakinu, hjallanum og fisknum er talið hlaupa á milljónum króna.

Vindhviður mældust allt að 44 metrar á sekúndu í Bolungarvík í gær og náðu allt að 60 metrum á sekúndu í Bolafjalli. Björgunarsveitir og eigendur skemmunnar unnu í gær að því að týna saman þakplötur og fisk og koma til förgunar.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má myndir af eyðileggingunni á staðnum í spilaranum hér að neðan.

Sig­ur­geir G. Jó­hanns­son, bóndi og verktaki í Minni-Hlíð, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að grjótkastið hafi verið gríðarlegt – svo mikið að rúður á bæði íbúðarhúsi og sumarhúsi hafi gatast eins og eftir haglabyssu.

Hann lýsir því jafnframt að hann hafi verið á leið milli húsa þegar kom „heiftarkviða“. Hann hafi þá kastað sér í jörðina og horft á pallbíl Ratsjárstofnunar, sem stóð við bæinn, takast á loft og lenda á hjólunum nokkrum metrum neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×