Hræðsluáróður eða blákalt raunsæi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:00 Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun