Þingkosningar fara fram á Írlandi í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 09:48 Írar kjósa í dag til neðri deildar írska þingsins. Myndin er frá kjörstöðum í Írlandi þegar kosið var til Evrópuþings. EPA/STRINGER Kjörstaðir voru opnaðir á Írlandi kl. 7 í morgun að staðartíma en nú standa yfir kosningar til neðri deildar írska þingsins. Hafist verður handa við að telja atkvæðin í fyrramálið í öllum kjördæmum en Írland skiptist niður í 39 kjördæmi. Nýkjörnir þingmenn munu koma saman þann 20. febrúar næstkomandi þegar þing verður sett og er þetta 33. skiptið sem kosið er til írska þingsins frá því að ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum. Í neðri deild þingsins sitja 160 þingmenn en þar á meðal er forseti þingsins sem kemst sjálfkrafa aftur inn á þing. Forseti þingsins hefur þó almennt ekki atkvæðisrétt og þarf því 80 þingmenn til að ná meirihluta í þinginu. Þetta eru fyrstu þingkosningar Leo Varadkar, írska forsætisráðherrans, sem leiðtogi stjórnarflokksins Fine Gael. Flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta í þinginu, með aðeins 47 sæti, en myndaði minnihlutastjórn, með stuðningi Fianna Fáil flokksins, með írska Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalagsins. Ólíklegt að nokkur flokkur nái hreinum meirihluta í þessum kosningum og er því líklegt að samsteypustjórn verði mynduð. Kosningakerfið í Írlandi er persónulegt hlutfallskosningakerfi (e. Single transferable vote) en þá forgangsraðar kjósandi frambjóðendum þess lista sem hann kýs með númerum. Íbúar 12 eyja undan ströndum Galway, Mayo og Donegal kusu á föstudag. Löggjöf sem heimilar eyjaskeggjum að kjósa sama dag og aðrir landsmenn var ekki samþykkt í tæka tíð fyrir þessar kosningar. Eyjaskeggjar hafa í gegn um tíðina kosið á undan öðrum íbúum landsins til að tryggja að slæmt veður kæmi ekki í veg fyrir að kjörkassar frá eyjunum kæmust til meginlandsins í tæka tíð til að telja atkvæðin. Um 2.100 atkvæðisbærir eyjaskeggjar búa undan ströndum Írlands. Þetta er fyrsta skipti í sögu Írlands sem kosningar eru haldnar á laugardegi. Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir á Írlandi kl. 7 í morgun að staðartíma en nú standa yfir kosningar til neðri deildar írska þingsins. Hafist verður handa við að telja atkvæðin í fyrramálið í öllum kjördæmum en Írland skiptist niður í 39 kjördæmi. Nýkjörnir þingmenn munu koma saman þann 20. febrúar næstkomandi þegar þing verður sett og er þetta 33. skiptið sem kosið er til írska þingsins frá því að ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum. Í neðri deild þingsins sitja 160 þingmenn en þar á meðal er forseti þingsins sem kemst sjálfkrafa aftur inn á þing. Forseti þingsins hefur þó almennt ekki atkvæðisrétt og þarf því 80 þingmenn til að ná meirihluta í þinginu. Þetta eru fyrstu þingkosningar Leo Varadkar, írska forsætisráðherrans, sem leiðtogi stjórnarflokksins Fine Gael. Flokkurinn er ekki með hreinan meirihluta í þinginu, með aðeins 47 sæti, en myndaði minnihlutastjórn, með stuðningi Fianna Fáil flokksins, með írska Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalagsins. Ólíklegt að nokkur flokkur nái hreinum meirihluta í þessum kosningum og er því líklegt að samsteypustjórn verði mynduð. Kosningakerfið í Írlandi er persónulegt hlutfallskosningakerfi (e. Single transferable vote) en þá forgangsraðar kjósandi frambjóðendum þess lista sem hann kýs með númerum. Íbúar 12 eyja undan ströndum Galway, Mayo og Donegal kusu á föstudag. Löggjöf sem heimilar eyjaskeggjum að kjósa sama dag og aðrir landsmenn var ekki samþykkt í tæka tíð fyrir þessar kosningar. Eyjaskeggjar hafa í gegn um tíðina kosið á undan öðrum íbúum landsins til að tryggja að slæmt veður kæmi ekki í veg fyrir að kjörkassar frá eyjunum kæmust til meginlandsins í tæka tíð til að telja atkvæðin. Um 2.100 atkvæðisbærir eyjaskeggjar búa undan ströndum Írlands. Þetta er fyrsta skipti í sögu Írlands sem kosningar eru haldnar á laugardegi.
Írland Tengdar fréttir Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Írar kjósa í febrúar Forsætisráðherra Írlands hefur beðið forsetann um að leysa upp þingið fyrir kosningar sem gætu farið fram 8. febrúar. 14. janúar 2020 13:16
Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15