Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 12:24 Borgin Korat er norðaustur af Bangkok. getty/Ben Davies Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50. Taíland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50.
Taíland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira