Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2020 12:24 Borgin Korat er norðaustur af Bangkok. getty/Ben Davies Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50. Taíland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Minnst tuttugu hafa verið skotnir til bana og margir til viðbótar særðir af taílenskum hermanni sem gengið hefur berserksgang í borginni Nakhon Ratchasima, einnig þekkt sem Korat. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu BBC í Taílandi að Jakraphanth Thomma, lágt settur hermaður, hafi ráðist á yfirmann sinn áður en hann stal byssu og skotfærum frá herstöð. VIDEO: Heavy gunfire can be heard in footage from the scene at the shopping mall in Nakhon Ratchasima. At least 12 are reportedly dead. - @SanuiTnn24pic.twitter.com/NjAgLPdGgj— Conflict News (@Conflicts) February 8, 2020 Hann hóf þá skothríð á Búddahof og verslunarmiðstöð í borginni, sem er norðaustur af Bangkok, höfuðborg landsins. Maðurinn gengur enn laus og hefur enn ekki lagt niður vopn. Fréttamyndir frá svæðinu sýna hinn grunaða fara út úr Humvee jeppa fyrir framan verslunarmiðstöðina Terminal 21 í Muang hverfi og skjóta á fólk á flótta undan honum. Annað myndefni sýnir logandi eld fyrir framan bygginguna og hefur það verið útskýrt þannig að gaskútur hafi sprungið þegar skotið var á hann. ล่าสุดมีรายงานว่ายอดคนเสียชีวิต 20 ราย ขณะตำรวจชั้นผู้ใหญ่บินด่วนลงพื้นที่แล้ว #กราดยิงโคราชpic.twitter.com/UdxdNTd0CL— AMM_RATTANAKORN (@Ammnakarach) February 8, 2020 Yfirvöld eru enn að loka verslunarmiðstöðina af og leita nú hins grunaða, sem er sagður vera inni í byggingunni. Lögreglan hefur gefið út viðvörun og biður fólk um að halda sig heima. Fréttastofa Bangkok Post greindi frá því að hinn grunaði, sem sagður er vera 32 ára gamall, hafi tekið gísl í verslunarmiðstöðinni en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Heyrst hefur í byssuskotum innan úr byggingunni. Enn er ekki vitað hvað hinum grunaða gengur til. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. CCTV footage released by media showing how this man is really really dangerous. My prayers go all to the victim who still trap inside the mall.#กราดยิงโคราชpic.twitter.com/5jfcwDCWTg— Arcane⁷ (@littlestar__97) February 8, 2020 Bangkok Post sagði að yfirmaðurinn sem hinn grunaði hafi byrjað á að skjóta hafi verið Anantharot Krasae, ofursti í hernum, og að annar hermaður og 63 ára gömul kona hafi einnig verið skotin til bana í herstöðinni. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra landsins, er að fylgjast með nýjustu vendingum og hefur sent fjölskyldum hinna myrtu samúðarkveðjur. Heilbrigðismálaráðherra hefur sent út ákall til fólks að gefa blóð á sjúkrahúsum í grenndinni. Fréttin var uppfærð kl. 15:50.
Taíland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira