Móðir Hildar með gæsahúð og að rifna úr stolti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:49 „Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur. Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
„Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur.
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira