Útilokar ekki að gerðar verði breytingar á efnahagsúrræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum