Vann úr sorginni og úr varð sýning Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Sólveig Hólmarsdóttir listakona við eitt verka sinna á sýningunni Upprisu. Vísir/Arnar Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira