Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Þórir Garðarsson skrifar 17. ágúst 2020 12:00 Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun