Koeman gæti tekið við Börsungum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 21:15 Ronald Koeman gæti orðið næsti þjálfari Barcelona. vísir/getty Svo virðist sem Quique Setien – þjálfari spænska úrvalsdeildarfélagsins Barcelona – fái sparkið hvað á hverju ef marka má breska ríkisútvarpið, BBC, og Guillem Balague, sérfræðings um spænska boltann. Arftaki hans verður að öllum líkindum Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands. Setien hefur aðeins verið hjá Börsungum síðan í janúar á þessu ári. Undir hans stjórn missti liðið toppsætið í spænsku deildinni og beið svo afhroð gegn Bayern Munich í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hans tími virðist nú liðinn. Balague segir að Börsungar hafi talað við Maurico Pochettino, fyrrum þjálfara, Tottenham Hotspur en Koeman ku vera vinsælla val enda fyrrum leikmaður félagsins og af hinum margrómaða hollenska þjálfara skóla. „Stjórnin mun hittast á morgun og verður Setien rekinn í kjölfarið. Þeir þurfa að vera fljótir að finna sér nýjan þjálfara þar sem undirbúningstímabilið hefst eftir aðeins tvær vikur,“ sagði Balague. „Nafn hans mun að gera flest alla sem koma að félaginu ánægða,“ sagði Balague einnig um Koeman. Koeman spilaði við góðan orðstír hjá Börsungum frá árinu 1989 til 1995. Undanfarin tvö ár hefur hann stýrt hollenska landsliðinu. Þar áður þjálfaði hann Southampton og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann aðstoðarþjálfari Börsunga frá árinu 1998 til 2000. Hvort ráðning Koeman gæti breytt skoðun Lionel Messi verður að koma í ljós en talið er að argentíski snillingurinn vilji yfirgefa félagið eftir slakt gengi og vondar ákvarðanir stjórnar félagsins undanfarin misseri. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45 Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Svo virðist sem Quique Setien – þjálfari spænska úrvalsdeildarfélagsins Barcelona – fái sparkið hvað á hverju ef marka má breska ríkisútvarpið, BBC, og Guillem Balague, sérfræðings um spænska boltann. Arftaki hans verður að öllum líkindum Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands. Setien hefur aðeins verið hjá Börsungum síðan í janúar á þessu ári. Undir hans stjórn missti liðið toppsætið í spænsku deildinni og beið svo afhroð gegn Bayern Munich í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hans tími virðist nú liðinn. Balague segir að Börsungar hafi talað við Maurico Pochettino, fyrrum þjálfara, Tottenham Hotspur en Koeman ku vera vinsælla val enda fyrrum leikmaður félagsins og af hinum margrómaða hollenska þjálfara skóla. „Stjórnin mun hittast á morgun og verður Setien rekinn í kjölfarið. Þeir þurfa að vera fljótir að finna sér nýjan þjálfara þar sem undirbúningstímabilið hefst eftir aðeins tvær vikur,“ sagði Balague. „Nafn hans mun að gera flest alla sem koma að félaginu ánægða,“ sagði Balague einnig um Koeman. Koeman spilaði við góðan orðstír hjá Börsungum frá árinu 1989 til 1995. Undanfarin tvö ár hefur hann stýrt hollenska landsliðinu. Þar áður þjálfaði hann Southampton og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann aðstoðarþjálfari Börsunga frá árinu 1998 til 2000. Hvort ráðning Koeman gæti breytt skoðun Lionel Messi verður að koma í ljós en talið er að argentíski snillingurinn vilji yfirgefa félagið eftir slakt gengi og vondar ákvarðanir stjórnar félagsins undanfarin misseri.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45 Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15
Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45
Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00