Koeman gæti tekið við Börsungum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 21:15 Ronald Koeman gæti orðið næsti þjálfari Barcelona. vísir/getty Svo virðist sem Quique Setien – þjálfari spænska úrvalsdeildarfélagsins Barcelona – fái sparkið hvað á hverju ef marka má breska ríkisútvarpið, BBC, og Guillem Balague, sérfræðings um spænska boltann. Arftaki hans verður að öllum líkindum Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands. Setien hefur aðeins verið hjá Börsungum síðan í janúar á þessu ári. Undir hans stjórn missti liðið toppsætið í spænsku deildinni og beið svo afhroð gegn Bayern Munich í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hans tími virðist nú liðinn. Balague segir að Börsungar hafi talað við Maurico Pochettino, fyrrum þjálfara, Tottenham Hotspur en Koeman ku vera vinsælla val enda fyrrum leikmaður félagsins og af hinum margrómaða hollenska þjálfara skóla. „Stjórnin mun hittast á morgun og verður Setien rekinn í kjölfarið. Þeir þurfa að vera fljótir að finna sér nýjan þjálfara þar sem undirbúningstímabilið hefst eftir aðeins tvær vikur,“ sagði Balague. „Nafn hans mun að gera flest alla sem koma að félaginu ánægða,“ sagði Balague einnig um Koeman. Koeman spilaði við góðan orðstír hjá Börsungum frá árinu 1989 til 1995. Undanfarin tvö ár hefur hann stýrt hollenska landsliðinu. Þar áður þjálfaði hann Southampton og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann aðstoðarþjálfari Börsunga frá árinu 1998 til 2000. Hvort ráðning Koeman gæti breytt skoðun Lionel Messi verður að koma í ljós en talið er að argentíski snillingurinn vilji yfirgefa félagið eftir slakt gengi og vondar ákvarðanir stjórnar félagsins undanfarin misseri. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45 Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Svo virðist sem Quique Setien – þjálfari spænska úrvalsdeildarfélagsins Barcelona – fái sparkið hvað á hverju ef marka má breska ríkisútvarpið, BBC, og Guillem Balague, sérfræðings um spænska boltann. Arftaki hans verður að öllum líkindum Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands. Setien hefur aðeins verið hjá Börsungum síðan í janúar á þessu ári. Undir hans stjórn missti liðið toppsætið í spænsku deildinni og beið svo afhroð gegn Bayern Munich í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hans tími virðist nú liðinn. Balague segir að Börsungar hafi talað við Maurico Pochettino, fyrrum þjálfara, Tottenham Hotspur en Koeman ku vera vinsælla val enda fyrrum leikmaður félagsins og af hinum margrómaða hollenska þjálfara skóla. „Stjórnin mun hittast á morgun og verður Setien rekinn í kjölfarið. Þeir þurfa að vera fljótir að finna sér nýjan þjálfara þar sem undirbúningstímabilið hefst eftir aðeins tvær vikur,“ sagði Balague. „Nafn hans mun að gera flest alla sem koma að félaginu ánægða,“ sagði Balague einnig um Koeman. Koeman spilaði við góðan orðstír hjá Börsungum frá árinu 1989 til 1995. Undanfarin tvö ár hefur hann stýrt hollenska landsliðinu. Þar áður þjálfaði hann Southampton og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann aðstoðarþjálfari Börsunga frá árinu 1998 til 2000. Hvort ráðning Koeman gæti breytt skoðun Lionel Messi verður að koma í ljós en talið er að argentíski snillingurinn vilji yfirgefa félagið eftir slakt gengi og vondar ákvarðanir stjórnar félagsins undanfarin misseri.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45 Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15
Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. 16. ágúst 2020 10:45
Meistaradeildarmartröð Börsunga náði hámarki í gærkvöld Tapið gegn Roma var slæmt, tapið gegn Liverpool var verra en tapið í gær sló þeim báðum við. 15. ágúst 2020 15:00