Sjúkraflutningamenn hafa verið kallaðir út að Helgafelli í Hafnarfirði vegna reiðhjólaslyss á reiðhjólastíg á svæðinu.
Einn hjólreiðamaður er slasaður en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru meiðsli hans ekki talin alvarleg. Þó þótti tilefni til þess að senda sjúkraflutningamenn á vettvang.
Aðgengi að slysstað er ekki með besta móti og því fóru sjúkraflutningamenn á svæðið á torfærubílum og sexhjólum.