Rauða krossinn þinn vantar þig Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 30. janúar 2020 10:00 Rauði krossinn á Íslandi er grasrótarhreyfing sem er borin upp á sjálfboðaliðum og er sjálfstæð í störfum sínum. Við styðjum stjórnvöld á sviði mannúðar- og neyðarvarnamála og erum með skilgreint hlutverk í almannavörnum á hamfaraeyjunni Íslandi. Og við stöndum vaktina nótt sem nýtan dag fyrir alla landsmenn, á öllum stöðum. En til að tryggja fumlaust starf í þágu samfélagsins vantar okkur aukinn stuðning almennings. Eins og kunnugt er hafa undanfarnar vikur verið óvenjulegar hér á landi. Lægðir, snjóstormar og snjóflóð, veðurofsi, eldgosahætta og nú undirbúningur ef kórónaveiran nær til landsins. Við þessu öllu og einnig hinu óvænta verða sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera starfið uppi að vera undirbúnir. Það eru mjög annasamar vikur að baki hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins, eins og öðrum viðbragðsaðilum, oft í mjög erfiðum aðstæðum þar sem þeir styðja m.a. við fólk á erfiðum stundum í lífi þeirra. Um 750 manns eru skráðir í neyðarvarnarstörf hjá Rauða krossinum, en alls eru um 3.000 virkir sjálfboðaliðar í um 4.000 fjölbreyttum störfum á hverjum tíma. Mannauðurinn sem Rauði krossinn býr yfir er ómetanlegur en okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta gefið af tíma sínum. Rauða krossinn vantar ekki aðeins sjálfboðaliða því félag eins og Rauði krossinn er háð því að almenningur styrki okkur fjárhagslega, við gætum ekki haldið úti okkar mögnuðu starfsemi án Mannvina Rauða krossins. Ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins, sem öll landsfélög um heim allan verða að virða, er sjálfstæði. Rauði krossinn er ekki ríkisstofnun og sjálfstæði okkar er eitt það mikilvægasta í starfseminni. Þeirri mikilvægu hugsjón verður ekki náð án aðkomu Mannvina Rauða krossins. Mannvinir Rauða krossins styrkja verkefni hér heima og úti í heimi. Neyðarvarnir Rauða krossins væru ekki jafn öflugar og raun ber vitni án aðkomu Mannvina. Sem dæmi hefur neyðarvarnarkerrum fjölgað um landið með nauðsynlegum búnaði vegna tilstilli þeirra, Hjálparsími Rauða krossins 1717 er starfræktur allan sólarhringinn, árið um kring fyrir tilstilli Mannvina. Þau sem geta veitt okkur aðstoð geta skráð sig sem sjálfboðaliða á raudikrossinn.is og þau sem ekki eiga tíma aflögu geta stutt okkur með því að gerast Mannvinir Rauða krossins á mannvinir.is Takk kæru sjálfboðaliðar og Mannvinir fyrir ykkar dýrmæta stuðning sem gerir Rauða krossinum kleift að starfa á landsvísu í þágu almennings. Takk þið hin sem sýnið skilning á starfi okkar og hugleiðið að slást í hópinn til að gera Rauða krossinn ykkar enn betri í að kljást við afleiðingar ofsaveðra, snjóflóða og annarrar hættu sem skapast hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi er grasrótarhreyfing sem er borin upp á sjálfboðaliðum og er sjálfstæð í störfum sínum. Við styðjum stjórnvöld á sviði mannúðar- og neyðarvarnamála og erum með skilgreint hlutverk í almannavörnum á hamfaraeyjunni Íslandi. Og við stöndum vaktina nótt sem nýtan dag fyrir alla landsmenn, á öllum stöðum. En til að tryggja fumlaust starf í þágu samfélagsins vantar okkur aukinn stuðning almennings. Eins og kunnugt er hafa undanfarnar vikur verið óvenjulegar hér á landi. Lægðir, snjóstormar og snjóflóð, veðurofsi, eldgosahætta og nú undirbúningur ef kórónaveiran nær til landsins. Við þessu öllu og einnig hinu óvænta verða sjálfboðaliðar Rauða krossins sem bera starfið uppi að vera undirbúnir. Það eru mjög annasamar vikur að baki hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins, eins og öðrum viðbragðsaðilum, oft í mjög erfiðum aðstæðum þar sem þeir styðja m.a. við fólk á erfiðum stundum í lífi þeirra. Um 750 manns eru skráðir í neyðarvarnarstörf hjá Rauða krossinum, en alls eru um 3.000 virkir sjálfboðaliðar í um 4.000 fjölbreyttum störfum á hverjum tíma. Mannauðurinn sem Rauði krossinn býr yfir er ómetanlegur en okkur vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta gefið af tíma sínum. Rauða krossinn vantar ekki aðeins sjálfboðaliða því félag eins og Rauði krossinn er háð því að almenningur styrki okkur fjárhagslega, við gætum ekki haldið úti okkar mögnuðu starfsemi án Mannvina Rauða krossins. Ein af grundvallarhugsjónum Rauða krossins, sem öll landsfélög um heim allan verða að virða, er sjálfstæði. Rauði krossinn er ekki ríkisstofnun og sjálfstæði okkar er eitt það mikilvægasta í starfseminni. Þeirri mikilvægu hugsjón verður ekki náð án aðkomu Mannvina Rauða krossins. Mannvinir Rauða krossins styrkja verkefni hér heima og úti í heimi. Neyðarvarnir Rauða krossins væru ekki jafn öflugar og raun ber vitni án aðkomu Mannvina. Sem dæmi hefur neyðarvarnarkerrum fjölgað um landið með nauðsynlegum búnaði vegna tilstilli þeirra, Hjálparsími Rauða krossins 1717 er starfræktur allan sólarhringinn, árið um kring fyrir tilstilli Mannvina. Þau sem geta veitt okkur aðstoð geta skráð sig sem sjálfboðaliða á raudikrossinn.is og þau sem ekki eiga tíma aflögu geta stutt okkur með því að gerast Mannvinir Rauða krossins á mannvinir.is Takk kæru sjálfboðaliðar og Mannvinir fyrir ykkar dýrmæta stuðning sem gerir Rauða krossinum kleift að starfa á landsvísu í þágu almennings. Takk þið hin sem sýnið skilning á starfi okkar og hugleiðið að slást í hópinn til að gera Rauða krossinn ykkar enn betri í að kljást við afleiðingar ofsaveðra, snjóflóða og annarrar hættu sem skapast hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun