Vonar að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. janúar 2020 18:45 Lögregluráði er ætlað að greina þörfina. Dómsmálaráðherra vonar að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt. Vísir/Vilhelm Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Dómsmálaráðherra vonandi til að faglærðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum. Lögregluráð kom saman í fyrsta skipti til fundar í dag. Ráðið er skipað ríkislögreglustjóra, öllum lögreglustjórum í landinu og héraðssaksóknara og er samráðsvettvangur sem byggist á því markmiði að tryggja hæfni lögreglunnar til að takast sameiginlega á við þær áskoranir sem uppi eru hverju sinni. Lögregluráð kom saman til síns fyrsta fundar í dag. Í sæti ráðsins eiga ríkislögreglustjóri, allir lögreglustjórar í landinu auk héraðssaksóknara.Vísir/Jóhann K. Fækkun menntaðra lögreglumanna hefur verið mætt með ráðningu ófaglærðra Í Kompás á mánudag var dregin upp mynd af stöðu lögreglu á Íslandi. Menntuðum lögreglumönnum hefur fækkað á meðan íbúa- og ferðamannafjöldinn eykst. Álag er mikið og hafa lögreglumenn lýst því að meiri harka og ofbeldi mæti þeim í útköllum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir í skýrslu að lögreglan búi ekki yfir nægilegum styrk til þess að takast breytingar samfélagsins. Dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lögreglumönnum hafi ekki fækkað. Skorti á menntuðum lögreglumönnum hafi verið mætt með ráðningu ófaglærðra lögreglumanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri og formaður Lögregluráðs.Vísir/Jóhann K Menntuðum lögreglumönnum mun fjölga hratt á næstu árum Er það réttlætanlegt að héraðslögreglumaður sem tekur 2-3 vikna námskeið og fái fullt lögregluvald þegar nám lögreglumanna er á háskólastigi til tveggja ára? „Við erum auðvitað að reyna að laga þetta og þetta mun breytast hratt núna með nýútskrifuðum lögreglumönnum úr Háskólanum. Við erum að sjá núna að á hverju ári munu útskrifast fjörutíu nýir lögreglumenn, en áður en þetta nám fór í gagnið að þá voru það tuttugu lögreglumenn annað hvert ár. Þannig að auðvitað erum við að fara sjá fljótlega allt aðra mynd og möguleika á að ráða einungis og vonandi einungis menntaða lögreglumenn til starfa,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Greiningardeild ríkislögreglustjóra og Landssamband lögreglumanna hafa greint frá því að menntaðir lögreglumenn þurfa að lágmarki að vera 860, tæplega 250 fleiri en nú er. Stjórnvöld hafa aukið fjármagn til löggæslu um sex milljarða á síðustu árum. „Lögregluráð er eitt af þeim atriðum sem ég kem hér á fót til þess að lögreglustjórar landsins, ásamt ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara, ræði saman um þörfina. Hvar er hægt að gera betur. Er einhverstaðar staða í kerfinu þar sem við getum nýtt fjármunina betur. Eigum við að forgangsraða öðruvísi og hvar er þá mesta vöntunin. Þær upplýsingar vill ég fá úr nýskipuðu lögregluráði,“ segir Áslaug. Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Sjá meira
Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Dómsmálaráðherra vonandi til að faglærðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum. Lögregluráð kom saman í fyrsta skipti til fundar í dag. Ráðið er skipað ríkislögreglustjóra, öllum lögreglustjórum í landinu og héraðssaksóknara og er samráðsvettvangur sem byggist á því markmiði að tryggja hæfni lögreglunnar til að takast sameiginlega á við þær áskoranir sem uppi eru hverju sinni. Lögregluráð kom saman til síns fyrsta fundar í dag. Í sæti ráðsins eiga ríkislögreglustjóri, allir lögreglustjórar í landinu auk héraðssaksóknara.Vísir/Jóhann K. Fækkun menntaðra lögreglumanna hefur verið mætt með ráðningu ófaglærðra Í Kompás á mánudag var dregin upp mynd af stöðu lögreglu á Íslandi. Menntuðum lögreglumönnum hefur fækkað á meðan íbúa- og ferðamannafjöldinn eykst. Álag er mikið og hafa lögreglumenn lýst því að meiri harka og ofbeldi mæti þeim í útköllum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir í skýrslu að lögreglan búi ekki yfir nægilegum styrk til þess að takast breytingar samfélagsins. Dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lögreglumönnum hafi ekki fækkað. Skorti á menntuðum lögreglumönnum hafi verið mætt með ráðningu ófaglærðra lögreglumanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri og formaður Lögregluráðs.Vísir/Jóhann K Menntuðum lögreglumönnum mun fjölga hratt á næstu árum Er það réttlætanlegt að héraðslögreglumaður sem tekur 2-3 vikna námskeið og fái fullt lögregluvald þegar nám lögreglumanna er á háskólastigi til tveggja ára? „Við erum auðvitað að reyna að laga þetta og þetta mun breytast hratt núna með nýútskrifuðum lögreglumönnum úr Háskólanum. Við erum að sjá núna að á hverju ári munu útskrifast fjörutíu nýir lögreglumenn, en áður en þetta nám fór í gagnið að þá voru það tuttugu lögreglumenn annað hvert ár. Þannig að auðvitað erum við að fara sjá fljótlega allt aðra mynd og möguleika á að ráða einungis og vonandi einungis menntaða lögreglumenn til starfa,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Greiningardeild ríkislögreglustjóra og Landssamband lögreglumanna hafa greint frá því að menntaðir lögreglumenn þurfa að lágmarki að vera 860, tæplega 250 fleiri en nú er. Stjórnvöld hafa aukið fjármagn til löggæslu um sex milljarða á síðustu árum. „Lögregluráð er eitt af þeim atriðum sem ég kem hér á fót til þess að lögreglustjórar landsins, ásamt ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara, ræði saman um þörfina. Hvar er hægt að gera betur. Er einhverstaðar staða í kerfinu þar sem við getum nýtt fjármunina betur. Eigum við að forgangsraða öðruvísi og hvar er þá mesta vöntunin. Þær upplýsingar vill ég fá úr nýskipuðu lögregluráði,“ segir Áslaug.
Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Sjá meira
Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00
Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45
Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30