Slökktu á kerfum sjónaukans Spitzer Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 23:17 Spitzer er á sambærilegri sporbraut um sólina og jörðin. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár. Skipunin var send skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en það tók skipunina um fimmtán mínútur að ná til sjónaukans, sem er á braut um sólina á svipuðum ferli og jörðin. Happening now: The safe mode command has been sent to Spitzer. It takes about 15 minutes for the command to reach the telescope. #SpitzerFinalVoyage— NASA Spitzer (@NASAspitzer) January 30, 2020 Á þessum tæpu sautján árum hefur Spitzer tekið fjölda stórfenglegra mynda af fjarlægum sólkerfum sem hafa aukið skilning okkar á alheiminum og þeim lögmálum sem hann fylgir. Með því að nota gögn frá Spitzer tókst geimvísindamönnum til dæmis að uppgötva Trappist-1 sólkerfið sem inniheldur sjö reikistjörnur á stærð við jörðina. Sjá einnig: Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Spitzer var skotið á loft þann 25. ágúst 2003. Sjónaukinn var einn af fjórum stórum sjónaukum sem NASA skaut á loft á þeim tíma og notaðir voru til að rannsaka víðáttur geimsins. Tveir þeirra, Hubble og Chandra X-Rey Observatory, eru enn í notkun. Sá fjórði, Compton Gamma Ray Observatory, var látinn brenna upp í gufuhvolfinu árið 2000 vegna bilunar. Spitzer mun þó ekki hljóta sömu örlög. Þó slökkt hafi verið á kerfum sjónaukans mun hann líklegast eiga sér langa sögu. Áætlað er að Spitzer verði á braut um sólina í um sextíu ár en þá mun sjónaukinn fara af braut og þjóta út í stjörnuþokuna. Fyrr í mánuðinum birti NASA myndband þar sem farið var yfir feril Spitzer. Það myndband má sjá hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar af flottustu myndunum sem teknar voru með Spitzer. Fleiri myndir og upplýsingar má finna hér á vef CalTech. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár. Skipunin var send skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en það tók skipunina um fimmtán mínútur að ná til sjónaukans, sem er á braut um sólina á svipuðum ferli og jörðin. Happening now: The safe mode command has been sent to Spitzer. It takes about 15 minutes for the command to reach the telescope. #SpitzerFinalVoyage— NASA Spitzer (@NASAspitzer) January 30, 2020 Á þessum tæpu sautján árum hefur Spitzer tekið fjölda stórfenglegra mynda af fjarlægum sólkerfum sem hafa aukið skilning okkar á alheiminum og þeim lögmálum sem hann fylgir. Með því að nota gögn frá Spitzer tókst geimvísindamönnum til dæmis að uppgötva Trappist-1 sólkerfið sem inniheldur sjö reikistjörnur á stærð við jörðina. Sjá einnig: Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Spitzer var skotið á loft þann 25. ágúst 2003. Sjónaukinn var einn af fjórum stórum sjónaukum sem NASA skaut á loft á þeim tíma og notaðir voru til að rannsaka víðáttur geimsins. Tveir þeirra, Hubble og Chandra X-Rey Observatory, eru enn í notkun. Sá fjórði, Compton Gamma Ray Observatory, var látinn brenna upp í gufuhvolfinu árið 2000 vegna bilunar. Spitzer mun þó ekki hljóta sömu örlög. Þó slökkt hafi verið á kerfum sjónaukans mun hann líklegast eiga sér langa sögu. Áætlað er að Spitzer verði á braut um sólina í um sextíu ár en þá mun sjónaukinn fara af braut og þjóta út í stjörnuþokuna. Fyrr í mánuðinum birti NASA myndband þar sem farið var yfir feril Spitzer. Það myndband má sjá hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar af flottustu myndunum sem teknar voru með Spitzer. Fleiri myndir og upplýsingar má finna hér á vef CalTech.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira