„Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 09:06 Jóhannes Stefánsson vísir/vilhelm Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni „Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur.“ Greinin hefst á þeim orðum að þetta sé saga um hrossamakríl og hákarla en hákarlarnir í sögunni séu reyndar ekki þeir sem synda um í sjónum heldur hópur háttsettra embættismanna og viðskiptajöfra í Namibíu. Jóhannes var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá félögum Samherja í Namibíu en lak fjölda gagna til Wikileaks eftir að hann lauk störfum. Gögnin virðast sýna fram á lögbrot Samherja í landinu, meðal annars mútugreiðslur til að komast yfir fiskveiðikvóta. Mail & Guardian fjallar um Jóhannes og ævi hans og ræðir einnig við Jóhannes. „Ég nota mörg dulnefni,“ segir Jóhannes og bætir við að hann hafi áhyggjur af tölvum, símum og innbrotum. Hann hafi ýtt óvininum of langt. Jóhannes býr hér á landi en segir við Mail & Guardian að hann fari ekki mikið út á meðal fólk af ótta við að hann þekkist. Hann reyni að einbeita sér að því að vera einn og hafa enga veika hlekki í lífi sínu því þá gætu þeir sem standa honum næst liðið þjáningar.Grein Mail & Guardian má lesa í heild sinni hér. Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni „Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur.“ Greinin hefst á þeim orðum að þetta sé saga um hrossamakríl og hákarla en hákarlarnir í sögunni séu reyndar ekki þeir sem synda um í sjónum heldur hópur háttsettra embættismanna og viðskiptajöfra í Namibíu. Jóhannes var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá félögum Samherja í Namibíu en lak fjölda gagna til Wikileaks eftir að hann lauk störfum. Gögnin virðast sýna fram á lögbrot Samherja í landinu, meðal annars mútugreiðslur til að komast yfir fiskveiðikvóta. Mail & Guardian fjallar um Jóhannes og ævi hans og ræðir einnig við Jóhannes. „Ég nota mörg dulnefni,“ segir Jóhannes og bætir við að hann hafi áhyggjur af tölvum, símum og innbrotum. Hann hafi ýtt óvininum of langt. Jóhannes býr hér á landi en segir við Mail & Guardian að hann fari ekki mikið út á meðal fólk af ótta við að hann þekkist. Hann reyni að einbeita sér að því að vera einn og hafa enga veika hlekki í lífi sínu því þá gætu þeir sem standa honum næst liðið þjáningar.Grein Mail & Guardian má lesa í heild sinni hér.
Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira