Í kvöld fer fram úrslitaþáttur Allir geta dansað þar sem fimm danspör keppa um glimmerbikarinn eftirsótta. Eftir útsendinguna á Stöð 2 í kvöld verður bein útsending frá Glimmerhöllinni í Gufunesi hér á Vísi. Keppnin sjálf verður sem fyrr í beinni textalýsingu á Vísi.
Þar verður rætt við keppendur, dómara og kynna þáttarins og hægt verður að sjá stemninguna á bakvið tjöldin. Reikna má með því að töluvert spennufall verði á svæðinu þar sem keppendur geta loks andað eftir margra vikna vinnu. Þá geta þau knúsað sín nánustu en fjölskyldur og vinir verða á meðal áhorfenda í Gufunesi í kvöld.
Úrslitaþátturinn sjálfur hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 og stendur yfir til 21:20. Nokkrum mínútum síðar hefst útsending Vísis.
Pörin sem keppa um glimmerbikarinn eru:
Manuela og Jón Eyþór
Veigar Páll og Ástrós
Sigurður og Vala Eiríks
Haffi Haff og Sophie
Jón Viðar og Marta