„Þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn“ Sóley Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2020 21:30 Vala og Siggi sigurvegarar Allir geta dansað. Vísir/M. Flóvent Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira