„Þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn“ Sóley Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2020 21:30 Vala og Siggi sigurvegarar Allir geta dansað. Vísir/M. Flóvent Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira