Vísað úr flugi vegna líkamslyktar og krefjast skaðabóta Sylvía Hall skrifar 31. janúar 2020 12:16 Fjölskyldan var á leið í flug með American Airlines þegar atvikið kom upp. Vísir/Getty Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur flugfélaginu American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Ástæðan var sögð vera vond líkamslykt fjölskyldumeðlima, en þau eru strangtrúaðir gyðingar. Yehuda Yosef Adler hafði verið á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni Jennie og ungri dóttur þeirra þegar atvikið kom upp. Þau höfðu setið í flugvélinni í um það bil fimm mínútur þegar starfsmaður sagði þeim að „neyðartilfelli“ hefði komið upp og þau þyrftu að yfirgefa vélina. Annar starfsmaður á svo að hafa sagt þeim að líkamslykt væri ástæðan. Fjölskyldan segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu uppnámi vegna málsins. Það hafi verið ærumeiðandi og með þessu hafi þeim verið mismunað vegna trúar þeirra. Þá benda þau sérstaklega á ummæli starfsmanns sem á að hafa gert niðrandi athugasemdir sem hljóðuðu á þann veg að strangtrúaðir gyðingar „færu aðeins í bað einu sinni í viku“. Adler-fjölskyldan segist jafnframt hafa spurt aðra við hliðið hvort þau fyndu slæma lykt af þeim. Um það bil tuttugu manns eiga að hafa svarað því neitandi. Þá kveðst fjölskyldufaðirinn einnig hafa farið í sturtu sama morgun og flugið var. Fjölskyldunni var útvegað hótelherbergi og voru þau jafnframt færð í annað flug næsta dag. Farangurinn þeirra varð hins vegar eftir í því flugi sem þau ætluðu sér fyrst að fara með. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að aðrir farþegar hafi kvartað undan líkamslykt fjölskyldunnar. Því hafi verið ákveðið að vísa þeim úr fluginu til þess að tryggja þægindi annarra farþega. Þá hafnar flugfélagið því alfarið að ákvörðunin hafi byggst á fordómum í garð strangtrúaðra gyðinga. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur flugfélaginu American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Ástæðan var sögð vera vond líkamslykt fjölskyldumeðlima, en þau eru strangtrúaðir gyðingar. Yehuda Yosef Adler hafði verið á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni Jennie og ungri dóttur þeirra þegar atvikið kom upp. Þau höfðu setið í flugvélinni í um það bil fimm mínútur þegar starfsmaður sagði þeim að „neyðartilfelli“ hefði komið upp og þau þyrftu að yfirgefa vélina. Annar starfsmaður á svo að hafa sagt þeim að líkamslykt væri ástæðan. Fjölskyldan segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu uppnámi vegna málsins. Það hafi verið ærumeiðandi og með þessu hafi þeim verið mismunað vegna trúar þeirra. Þá benda þau sérstaklega á ummæli starfsmanns sem á að hafa gert niðrandi athugasemdir sem hljóðuðu á þann veg að strangtrúaðir gyðingar „færu aðeins í bað einu sinni í viku“. Adler-fjölskyldan segist jafnframt hafa spurt aðra við hliðið hvort þau fyndu slæma lykt af þeim. Um það bil tuttugu manns eiga að hafa svarað því neitandi. Þá kveðst fjölskyldufaðirinn einnig hafa farið í sturtu sama morgun og flugið var. Fjölskyldunni var útvegað hótelherbergi og voru þau jafnframt færð í annað flug næsta dag. Farangurinn þeirra varð hins vegar eftir í því flugi sem þau ætluðu sér fyrst að fara með. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að aðrir farþegar hafi kvartað undan líkamslykt fjölskyldunnar. Því hafi verið ákveðið að vísa þeim úr fluginu til þess að tryggja þægindi annarra farþega. Þá hafnar flugfélagið því alfarið að ákvörðunin hafi byggst á fordómum í garð strangtrúaðra gyðinga.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira