Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 18:15 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur. Landbúnaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Haraldur vakti athygli á málinu á Facebook í gær. Hann á sæti í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga sem heimsótti blómaframleiðendur í síðustu viku. „Ég hafði áður fengið upplýsingar um erindrekstur sem að Félag atvinnurekenda hóf við fjármálaráðuneytið fyrir áramótin og það var bara til að fylla upp í þá mynd sem að Axel Sæland [blómaframleiðandi] lýsti fyrir okkur, hvernig gangur mála hefur verið á undanförnum árum. Það gerist í raun og veru í kjölfarið á því að tollayfirvöld taka á því að rýna innflutning á blómum, að það hafi verið mögulega einhver tilfelli að blóm hafi verið rangt skráð á tollflokka. Þá herðist að innflutningi, það fer að verða eftirspurn eftir tollkvótum fyrir blóm sem ekki hafði verið áður sem að segir okkur að hingað hafa verið flutt inn blóm, í samkeppni við innlenda framleiðslu, sem var greinilega þá ekki eftir reglum,“ segir Haraldur. Hann telji það eðlileg viðbrögð stjórnvalda að láta rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl, áður en boðaðar yrðu breytinga á starfsumhverfi blómabænda. Sem þingmaður hyggist hann halda áfram að fylgja málinu eftir. Þá sé vinna samráðshópsins um endurskoðun búvörulaga á lokametrunum. „Við urðum áskynja, á fundum með starfsmönnum tollstjóra, á fyrri stigum samráðshópsins að það var mjög pottur brotinn í skráningu á innflutningi þannig að hann færi á rétta tollflokka og það vantaði, sem að nú er búið að laga, fleiri tollnúmer fyrir innfluttar búvörur þannig að þær væru að koma rétt skráðar inn í landið,“ segir Haraldur. „Það voru jafnvel tilfelli þar sem að hafði verið opnað fyrir innflutning á efni í hakk, það hafði verið skráð sem hakkefni, sem að raunverulega voru bara mjög verðmætir skrokkhlutar sem að fóru síðan í samkeppni hérna inn á markaðinn,“ segir Haraldur.
Landbúnaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira