Aðstandendur ungu Kínverjanna tveggja, konu og karls, sem fundust látin á Sólheimasandi í síðustu viku komu til landsins í gær og mun lögregla ræða við fólkið í dag.
Krufningu er ekki lokið og dánarorsök liggur því ekki endanlega fyrir en áður hefur lögregla gefið út að svo virðist sem fólkið orðið úti og ofkælst.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að krufning fari fram í vikunni.
Aðspurður hvort vitað sé hvort fólkið átti bókaða gistingu einhvers staðar eða hversu lengi þau hafi ætlað að vera hér segir Oddur rannsókn í fullum gangi og ekkert verði gefið upp um hana í bili.
Fréttastofa greindi frá því fyrir helgi að samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu hafi konan verið tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bjuggu bæði í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám.
Líkfundur á Sólheimasandi: Aðstandendur ferðamannanna komnir til landsins

Tengdar fréttir

Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi
Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi.

Tvö lík fundust á Sólheimasandi
Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða.

150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan.