Magnus Rød, hægri skytta Noregs, leikur ekki meira á Evrópumótinu 2020 í handbolta. Hann er meiddur á fæti og verður frá keppni næstu vikurnar.
Tough blow for @NORhandball - Magnus Rod will be out with a fracture in his foot for the rest of @EHFEURO 2020. #EHFEuro2020pic.twitter.com/QbzAOLabFT
— stregspiller (@stregspiller) January 20, 2020
Hann lék aðeins í nokkrar mínútur þegar Noregur vann Svíþjóð, 23-20, í öðrum leik sínum í milliriðli II í gær.
Næsti leikur Noregs er gegn Íslandi á morgun. Norðmenn eru með sex stig á toppi milliriðilsins.
Rød var valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í fyrra. Hann er á sínu fjórða stórmóti með Noregi.
Rød, sem 22 ára, hefur leikið með Flensburg síðan 2017 og tvisvar sinnum orðið þýskur meistari með liðinu.
Það kemur í hlut þeirra Haralds Reinkind og Eivinds Tangen að fylla skarð Røds sem skoraði tólf mörk í fimm leikjum með Noregi á EM.