Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 08:30 Guðmundur í viðtali í gær. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. Í kvöld bíður liðsins risaverkefni er strákarnir spila við Noreg sem er með eitt besta landslið heims og margir spá Evrópumeistaratitli. „Ég byrjaði á fundinum strax í morgun að tala um hvað það hefði verið sem skilaði okkur sigri gegn Portúgal. Þá var ég ekki endilega að tala um leikaðferðirnar heldur hvernig við komum innstilltir í leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Þetta er það sem við þurfum að halda í. Það er svo mikilvægt að núllstilla þig á vissan hátt en halda samt í það sem var frábært í síðasta leik. Út á það gengur þetta mjög mikið.“ Guðmundur og félagar hans, Gunnar Magnússon og Einar Andri Einarsson, eru lúsiðnir sem fyrr og voru auðvitað strax farnir í að skoða Norðmenn. „Þetta lið var í úrslitum á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og hefur verið mjög framarlega í heiminum undanfarin sex ár. Þeir eru að mínu mati eitt af þremur bestu landsliðum heims. Þetta er hörkuverkefni en ég hlakka til að takast á við það,“ segir Guðmundur ákveðinn og hvergi banginn. „Vonandi gengur okkar leikáætlun upp. Við erum með ákveðnar áherslur. Þróunin hjá okkur er að við erum með nákvæm leikplön á móti mismunandi andstæðingum. Við höfum legið yfir þessu og ég er með frábæra menn í Gunna og Einari. Tomas sér svo um markmennina. Þetta er þrotlaus vinna.“ Ekkert lið er ósigrandi segir Guðmundur og hann ætlar að leggja sitt af mörkum í von um að Noregur tapi loksins leik á EM í kvöld. „Við förum óhræddir inn í leikinn þó svo við séum ekki sigurstranglegri. Við vorum það heldur ekki gegn Dönum en við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá.“ Klippa: Guðmundur um Noregsleikinn EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. Í kvöld bíður liðsins risaverkefni er strákarnir spila við Noreg sem er með eitt besta landslið heims og margir spá Evrópumeistaratitli. „Ég byrjaði á fundinum strax í morgun að tala um hvað það hefði verið sem skilaði okkur sigri gegn Portúgal. Þá var ég ekki endilega að tala um leikaðferðirnar heldur hvernig við komum innstilltir í leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Þetta er það sem við þurfum að halda í. Það er svo mikilvægt að núllstilla þig á vissan hátt en halda samt í það sem var frábært í síðasta leik. Út á það gengur þetta mjög mikið.“ Guðmundur og félagar hans, Gunnar Magnússon og Einar Andri Einarsson, eru lúsiðnir sem fyrr og voru auðvitað strax farnir í að skoða Norðmenn. „Þetta lið var í úrslitum á tveimur síðustu heimsmeistaramótum og hefur verið mjög framarlega í heiminum undanfarin sex ár. Þeir eru að mínu mati eitt af þremur bestu landsliðum heims. Þetta er hörkuverkefni en ég hlakka til að takast á við það,“ segir Guðmundur ákveðinn og hvergi banginn. „Vonandi gengur okkar leikáætlun upp. Við erum með ákveðnar áherslur. Þróunin hjá okkur er að við erum með nákvæm leikplön á móti mismunandi andstæðingum. Við höfum legið yfir þessu og ég er með frábæra menn í Gunna og Einari. Tomas sér svo um markmennina. Þetta er þrotlaus vinna.“ Ekkert lið er ósigrandi segir Guðmundur og hann ætlar að leggja sitt af mörkum í von um að Noregur tapi loksins leik á EM í kvöld. „Við förum óhræddir inn í leikinn þó svo við séum ekki sigurstranglegri. Við vorum það heldur ekki gegn Dönum en við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá.“ Klippa: Guðmundur um Noregsleikinn
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00
Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30
Guðmundur: Erum að fara mæta einu af þremur bestu landsliðum heims Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, talaði vel um næstu mótherja íslenska liðsins á blaðamannfundi í dag en íslenska liðið mætir Noregi á morgun. 20. janúar 2020 12:08
Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00
Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti. 20. janúar 2020 13:55