Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs, býst við mjög erfiðum leik gegn Íslandi í kvöld.
„Þetta verður erfiður leikur. Íslendingarnir eru sterkir og spila mjög góða vörn. Þetta verður erfitt og því verðum við að vera á tánum til þess að klára þennan leik,“ sagði nokkuð þreyttur Berge á blaðmannahittingi norska liðsins í gær.
Norska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist enn vera á uppleið.
„Við spiluðum okkar besta leik í vörninni gegn Svíum en að sama skapi var sóknarleikurinn ekki svo góður. Við verðum að bæta okkur þar gegn Íslandi,“ segir Berge og bætir við að það sé ýmislegt að varast hjá Íslandi.
„Ég óttast allt liðið en Aron er auðvitað heimsklassasóknarmaður en það eru líka fleiri góðir menn þarna og við verðum að vera 100 prósent í þessum leik.“
Berge: Aron er sóknarmaður í heimsklassa

Tengdar fréttir

Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar.

Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum
Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti.

Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM
Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta.

Lykilmaður Noregs verður ekki meira með á EM
Skyttan öfluga, Magnus Rød, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu Evrópumóti.