Harry prins floginn til Vancouver Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2020 07:29 Harry Bretaprins mun með vorinu missa titilinn hans hátign. Getty Harry Bretaprins er kominn til Kanada eftir að hann og Meghan, eiginkona hans, tilkynntu að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Sky News segir frá því að Harry hafi lent á Vancouver-eyju á vesturströnd landsins til að hefja nýtt líf með Meghan og syninum Archie. Fréttaritari Sky segir að Harry hafi verið fluttur með bíl stutta leið að húsinu þar sem fjölskyldan varði sex vikum um jól. Meghan sneri þangað fyrir tíu dögum. Harry sótti ráðstefnu sem miðar að því að auka fjárfestingar í Afríku í gær þar sem hann fundaði líka með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í um tuttugu mínútur. Harry prins sagði í ræðu að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni – þung skref en nauðsynleg engu að síður. Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti fyrir skemmstu að samþykkt hafi verið að Harry og Meghan myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Að neðan má sjá ræðu Harry þar sem hann útskýrir ákvörðun sína að hverfa úr framvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Harry Bretaprins er kominn til Kanada eftir að hann og Meghan, eiginkona hans, tilkynntu að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Sky News segir frá því að Harry hafi lent á Vancouver-eyju á vesturströnd landsins til að hefja nýtt líf með Meghan og syninum Archie. Fréttaritari Sky segir að Harry hafi verið fluttur með bíl stutta leið að húsinu þar sem fjölskyldan varði sex vikum um jól. Meghan sneri þangað fyrir tíu dögum. Harry sótti ráðstefnu sem miðar að því að auka fjárfestingar í Afríku í gær þar sem hann fundaði líka með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í um tuttugu mínútur. Harry prins sagði í ræðu að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni – þung skref en nauðsynleg engu að síður. Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti fyrir skemmstu að samþykkt hafi verið að Harry og Meghan myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Að neðan má sjá ræðu Harry þar sem hann útskýrir ákvörðun sína að hverfa úr framvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59
Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45
Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. 19. janúar 2020 23:30
Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45