554 bíða eftir að hefja afplánun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 11:03 Fangelsið að Litla-Hrauni. VÍSIR/VILHELM Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra. Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Þá hefur hátt í tvö þúsund dómum verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því slíkt var heimilað árið 1995, eða rétt tæp 20% af fjölda dóma á sama tíma. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ómars Ásbjarnar Óskarssonar, varaþingmanns Viðreisnar, um fangelsismál og afplánun dóma. Samkvæmt svarinu sem dreift var á Alþingi í gær hafa 459 dómþolar sem bíða verið boðaðir til afplánunar og þar að auki eiga 95 dómþolar eftir að fá boðunarbréf. Þannig bíða alls 554 einstaklingar eftir að hefja afplánun. Dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra og þá hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi. Í svari ráðherra segir að raunar sé ekki hægt að vísa í biðtíma í sjálfu sér, sökum þess að margvíslegar ástæður kunni að vera fyrir því að dómþolar eru lengi á boðunarlista til afplánunar. Þannig geti þeir til að mynda sjálfir óskað eftir fresti á afplánun, dómþolar fari úr landi áður en unnt er að fullnusta refsingu og þá getur það haft áhrif þegar framsali á milli landa er synjað. Hátt í 300 afplánað á heilbrigðisstofnun Ómar spurði jafnframt um fjölda tilfella þar sem heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun hefur verið nýtt, án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur. Í 269 skipti hefur dómþoli afplánað á heilbrigðisstofnun, að hluta eða öllu leyti, samkvæmt svarinu og í 664 skipti á meðferðarstofnun. „Vakin skal athygli á því að sami einstaklingur getur hafa fengið að fara í meðferð oftar en einu sinni í sömu afplánun,“ að því er segir í svarinu. Ómar innti eftir svörum ráðherra við því hvernig hún hyggist bregðast við „þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afpánun,“ líkt og það er orðað í fyrirspurinni. Í svarinu segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga hafi svigrúm og heimildir til afplánunar utan fangelsis aukist, til að mynda í gegnum rafrænt eftirlit eða með samfélagsþjónustu. Þá hafi tekist að fullmanna fangelsið á Hólmsheiði í kjölfar aukinna fjárveitinga og þannig hafi verið unnt að draga úr fjölda þeirra sem bíði afplánunar. „Þá verður að hafa hugfast að dæmdar refsingar á þessu ári eru 40% þyngri en allt árið í fyrra auk þess sem aldrei hafa verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá því skráningar hófust, en þetta tvennt hefur mikil áhrif á biðlista eftir afplánun refsinga,“ segir ennfremur í svari ráðherra.
Alþingi Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira