Fór í golf eitt ágústkvöld og bjargaði líklega lífi ungrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:26 Jóhann Sveinbjörnsson er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Mynd/GG Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann. Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann.
Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent