Svíar komnir á blað í milliriðlinum eftir sigur á Ungverjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 21:15 Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar í kvöld. Vísir/EPA Svíþjóð landaði loks sigri í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta er liðið lagði Ungverja af velli með sex marka mun í Malmö í kvöld. Lokatölur leiksins 24-18 sem þýðir að Noregur hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum en Norðmenn lögðu okkur Íslendinga af velli fyrr í dag, 31-28. Svíar voru án sigurs og án stiga fyrir leik sinn gegn Ungverjalandi í kvöld en þeir sænsku höfðu tapað fyrir Portúgal og Noregi. Á sama tíma voru Ungverjar að berjast um sæti í undanúrslitum mótsins. Sóknarleikur beggja liða gekk brösuglega framan af leik í kvöld en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru aðeins átta mörk komin í leikinn, fjögur á hvort lið. Það virtist sem liðin yrðu jöfn þegar flautað yrði til hálfleiks en Lucas Pelle skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin sem þýddi að Svíar voru einu marki yfir þegar flautan gall, staðan þá 10-9. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en Svíar þó alltaf hænuskrefi á undan Ungverjum. Bence Banhidi tókst þó að jafna metin í stöðunni 18-18 þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Eftir það gekk ekkert upp hjá Ungverjum en þeir skoruðu ekki mark síðustu 13 mínútur leiksins á meðan Svíar skoruðu sex. Lauk leiknum því með sex marka sigri Svía, 24-18. Þeirra fyrsti í milliriðlinum. Jim Gottfridson [sjá mynd] og Lucas Pellas skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn í Svíþjóð. Þá skoraði Zoltán Szita fjögur fyrir Ungverjaland. Svíþjóð mætir Íslandi klukkan 19:30 annað kvöld í lokaleik beggja liða á mótinu. Ungverjar halda enn í von um sæti í undanúrslitum en þeir þurfa sigur gegn Portúgal á morgun sem og að treysta á Norðmenn gegn Slóvenum. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00 Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira
Svíþjóð landaði loks sigri í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta er liðið lagði Ungverja af velli með sex marka mun í Malmö í kvöld. Lokatölur leiksins 24-18 sem þýðir að Noregur hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum en Norðmenn lögðu okkur Íslendinga af velli fyrr í dag, 31-28. Svíar voru án sigurs og án stiga fyrir leik sinn gegn Ungverjalandi í kvöld en þeir sænsku höfðu tapað fyrir Portúgal og Noregi. Á sama tíma voru Ungverjar að berjast um sæti í undanúrslitum mótsins. Sóknarleikur beggja liða gekk brösuglega framan af leik í kvöld en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru aðeins átta mörk komin í leikinn, fjögur á hvort lið. Það virtist sem liðin yrðu jöfn þegar flautað yrði til hálfleiks en Lucas Pelle skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin sem þýddi að Svíar voru einu marki yfir þegar flautan gall, staðan þá 10-9. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en Svíar þó alltaf hænuskrefi á undan Ungverjum. Bence Banhidi tókst þó að jafna metin í stöðunni 18-18 þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Eftir það gekk ekkert upp hjá Ungverjum en þeir skoruðu ekki mark síðustu 13 mínútur leiksins á meðan Svíar skoruðu sex. Lauk leiknum því með sex marka sigri Svía, 24-18. Þeirra fyrsti í milliriðlinum. Jim Gottfridson [sjá mynd] og Lucas Pellas skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn í Svíþjóð. Þá skoraði Zoltán Szita fjögur fyrir Ungverjaland. Svíþjóð mætir Íslandi klukkan 19:30 annað kvöld í lokaleik beggja liða á mótinu. Ungverjar halda enn í von um sæti í undanúrslitum en þeir þurfa sigur gegn Portúgal á morgun sem og að treysta á Norðmenn gegn Slóvenum.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00 Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00
Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40