Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af því tali að hann hafi valdið meiðslum Marcus Rashford.
Ian Wright, fyrrum markahrókur og nú spekingur BBC, sagði í gær að það væri að hluta til Norðmanninum að kenna að Rashford væri nú frá í nokkra mánuði.
Rashford meiddist í leiknum gegn Wolves í síðustu viku eftir að hafa komið inn á sem varamaður og verður nú frá í einhvern tíma.
„Ég hef aldrei sett sjálfan mig fram fyrir liðið. Liðið og félagið gengur fyrir allt annað,“ voru fyrstu svör Solskjær við spurningu um gagnrýni right.
„Við erum með leikmennina á hverjum degi og það eru fullt af hlutum sem Ian Wright veit ekkert um. Þetta (meiðsli Rashford) er bara einn af óheppilegum hlutum sem gerast.“
„Marcus hefur verið smá slæmur síðan í leiknum gegn Burnley 28. desember og við höfum sett hann í skanna og kannað hann. Það hafa ekki verið nein meiðsli.“
Ole Gunnar Solskjaer hits back at Ian Wright over criticism surrounding Marcus Rashford's treatment https://t.co/g6pgGGsYOi
— MailOnline Sport (@MailSport) January 21, 2020
„Hann var staðfastur á því að ef það þyrfti hann þá gæti hann spilað að minnsta kosti hálftíma gegn Wolves því hann vildi fara áfram í enska bikarnum.“
„Það er það sem þú gerir þegar þú spilar fyrir Manchester United. Í hvert einasta skipti sem þú spilar þá gefuru allt þitt. Ég get ekki stýrt hverjum einasta leikmanni,“ sagði Solskjær.
Solskjær staðfesti svo að lokum að Rashford yrði frá í nokkra mánuði en United mætir Burnley á heimavelli í kvöld.
Ole Gunnar Solskjaer gives no guarantees Marcus Rashford will return this season https://t.co/9blTFVo352#mufc
— Indy Football (@IndyFootball) January 22, 2020