Solskjær svaraði Ian Wright fullum hálsi Anton Ingi Leifsson skrifar 22. janúar 2020 11:00 Létt yfir Norðmanninum á fundi gærdagsins. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af því tali að hann hafi valdið meiðslum Marcus Rashford. Ian Wright, fyrrum markahrókur og nú spekingur BBC, sagði í gær að það væri að hluta til Norðmanninum að kenna að Rashford væri nú frá í nokkra mánuði. Rashford meiddist í leiknum gegn Wolves í síðustu viku eftir að hafa komið inn á sem varamaður og verður nú frá í einhvern tíma. „Ég hef aldrei sett sjálfan mig fram fyrir liðið. Liðið og félagið gengur fyrir allt annað,“ voru fyrstu svör Solskjær við spurningu um gagnrýni right. „Við erum með leikmennina á hverjum degi og það eru fullt af hlutum sem Ian Wright veit ekkert um. Þetta (meiðsli Rashford) er bara einn af óheppilegum hlutum sem gerast.“ „Marcus hefur verið smá slæmur síðan í leiknum gegn Burnley 28. desember og við höfum sett hann í skanna og kannað hann. Það hafa ekki verið nein meiðsli.“ Ole Gunnar Solskjaer hits back at Ian Wright over criticism surrounding Marcus Rashford's treatment https://t.co/g6pgGGsYOi— MailOnline Sport (@MailSport) January 21, 2020 „Hann var staðfastur á því að ef það þyrfti hann þá gæti hann spilað að minnsta kosti hálftíma gegn Wolves því hann vildi fara áfram í enska bikarnum.“ „Það er það sem þú gerir þegar þú spilar fyrir Manchester United. Í hvert einasta skipti sem þú spilar þá gefuru allt þitt. Ég get ekki stýrt hverjum einasta leikmanni,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti svo að lokum að Rashford yrði frá í nokkra mánuði en United mætir Burnley á heimavelli í kvöld. Ole Gunnar Solskjaer gives no guarantees Marcus Rashford will return this season https://t.co/9blTFVo352#mufc— Indy Football (@IndyFootball) January 22, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. 21. janúar 2020 10:00 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hrifinn af því tali að hann hafi valdið meiðslum Marcus Rashford. Ian Wright, fyrrum markahrókur og nú spekingur BBC, sagði í gær að það væri að hluta til Norðmanninum að kenna að Rashford væri nú frá í nokkra mánuði. Rashford meiddist í leiknum gegn Wolves í síðustu viku eftir að hafa komið inn á sem varamaður og verður nú frá í einhvern tíma. „Ég hef aldrei sett sjálfan mig fram fyrir liðið. Liðið og félagið gengur fyrir allt annað,“ voru fyrstu svör Solskjær við spurningu um gagnrýni right. „Við erum með leikmennina á hverjum degi og það eru fullt af hlutum sem Ian Wright veit ekkert um. Þetta (meiðsli Rashford) er bara einn af óheppilegum hlutum sem gerast.“ „Marcus hefur verið smá slæmur síðan í leiknum gegn Burnley 28. desember og við höfum sett hann í skanna og kannað hann. Það hafa ekki verið nein meiðsli.“ Ole Gunnar Solskjaer hits back at Ian Wright over criticism surrounding Marcus Rashford's treatment https://t.co/g6pgGGsYOi— MailOnline Sport (@MailSport) January 21, 2020 „Hann var staðfastur á því að ef það þyrfti hann þá gæti hann spilað að minnsta kosti hálftíma gegn Wolves því hann vildi fara áfram í enska bikarnum.“ „Það er það sem þú gerir þegar þú spilar fyrir Manchester United. Í hvert einasta skipti sem þú spilar þá gefuru allt þitt. Ég get ekki stýrt hverjum einasta leikmanni,“ sagði Solskjær. Solskjær staðfesti svo að lokum að Rashford yrði frá í nokkra mánuði en United mætir Burnley á heimavelli í kvöld. Ole Gunnar Solskjaer gives no guarantees Marcus Rashford will return this season https://t.co/9blTFVo352#mufc— Indy Football (@IndyFootball) January 22, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. 21. janúar 2020 10:00 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. 21. janúar 2020 10:00