Dusta rykið af viðbragðsáætlunum og stilla saman strengi vegna Wuhan-veirunnar Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. janúar 2020 11:32 Minnst níu eru látnir og nokkur hundruð hafa sýkst í Kína og öðrum ríkjum. EPA Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira